fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Staðalbúnaður á gamlárskvöld: hlífðargleraugu, eyrnatappar og gasgrímur?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. desember 2018 17:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður finnur að viðhorfin til flugelda á áramótum eru að breytast nokkuð hratt. Líklegt verður að teljast að það heyri brátt sögunni til að einstaklingar og fjölskyldur skjóti upp í gríð og erg, að hvert heimili sé með sína eigin flugeldasýningu. Enda þekkist þetta varla nokkurs staðar í víðri veröld.

Þó eru til afbrigði af þessu. Á grísku eyjunni Chios brýst á hverju ári út það sem kallað er Рουκετοπόλεμος eða Rouketopolemos. Þar reyna tveir söfnuðir að skjóta flugeldum í kirkju hvor annars. Þetta gerist á páskum, það er þá sem Grikkir skjóta upp flugeldum, um tíma var þessi sérkennilega aðferð til að fagna hátíðinni bönnuð en svo var hún aftur leyfð með takmörkunum.

Það eru náttúrlega margir hér á Íslandi sem taka ekki þátt í skoteldafárinu, hafa jafnvel skömm á því. En á móti kemur að sprengjurnar hafa stöðugt orðið kraftmeiri og háværari. Skoteldarnir sem tíðkuðust þegar ég var krakki voru ekki öflugir miðað við stóru skotkökurnar sem nú eru útbreiddar.

Löngum hefur verið til þess mælst að þeir sem skjóta flugeldum noti hlífðargleraugu. Þeir sem eru skynsamir setja líka tappa í eyru til að vernda þau fyrir skothvellum og sprengigný.

Og nú hafa lungnalæknarnir bæst við. Það er varað við að reykurinn og rykið frá skoteldunum geti verið hættulegt, þeir sem eiga við öndunarfærasjúkdóma að stríða eru í viðkvæmri stöðu á gamlárskvöld – og svo eru þarna efni sem geta valdið sjúkdómum. Síðasta gamlárskvöld var sett mengunarmet á höfuðborgarsvæðinu við Dalsmára í Kópavogi. Meðal efnanna sem þar er um að ræða eru þungmálmar og blý.

Hlífðargleraugu, tappar í eyru – þarf kannski líka að bæta við gasgrímum sem staðalbúnaði á gamlárskvöld.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn