fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Hallur Hallsson: „Styrmir Gunnarsson öskraði á mig í bræðikasti hálfur uppi á skrifborði sínu í Aðalstræti“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta hefti Þjóðmála rifjar Hallur Hallsson upp ár sín sem fréttamaður Sjónvarps, en þau ár reyndust ansi viðburðarrík. Hallur víkur meðal annars að því þegar Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í sjónvarspssal árið 1987, sem varð til þess að Albert Guðmundsson stofnaði Borgaraflokkinn. Ekki voru allir hægri menn sáttir við þá niðurstöðu.

Við gefum Halli orðið:

„Ég var í fremstu víglínu í stormum minnar tíðar og braut blað í íslenskri fréttamennsku þegar vindar frelsis blésu. Ég hóf störf á Sjónvarpinu vorið 1986 en Ingvi Hrafn Jónsson, þá nýr fréttastjóri, hafði haft samband við mig haustið 1985 skömmu eftir að hafa tekið til starfa. Þá starfaði ég á Morgunblaðinu og fréttir mínar af dóms- og lögreglumálum höfðu vakið athygli Ingva Hrafns. Nýir vendir voru kjörorð hans og til að undirstrika það hékk uppi á vegg sópur sem honum hafði verið sendur að gjöf. Í sjónvarpi voru fréttir af dóms- og lögreglu- málum fluttar í fyrsta sinn markvisst og sem „headline news“. Nánast dagana sem ég gekk inn á Sjónvarpið mixuðust þessir málaflokkar, ef svo má að orði komast; dóms- og lögreglumál við pólitíkina þegar Hafskip og Útvegsbankinn fóru í þrot og líka með gjaldþroti Sambands íslenskra samvinnu- félaga (SÍS), sem hafði verið langstærsta fyrir- tæki landsins í skjóli Framsóknarflokksins.“

Hallur rifjar síðan upp þegar Þorsteinn Pálsson þverneitaði fyrir að Albert Guðmundson ætti afturkvæmt sem ráðherra:

„Albert Guðmundsson var flæmdur úr ríkisstjórn, en hann hafði verið stjórnarformaður Hafskips. Hann hafði þegið tvær greiðslur frá Hafskip en ekki gefið upp til skatts og sagði þær hafa verið afslætti vegna fyrirtækis síns. Albert hafði áður verið bolað úr fjármálaráðuneytinu til þess að rýma fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni. Albert hafði þá farið í iðnaðarráðuneytið. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í beinni á útmánuðum 1987 hjá okkur Ingva Hrafni Jónssyni eftir að hinn lánlausi Þorsteinn Pálsson hafði útilokað að Albert ætti afturkvæmt í ráðherrastól. Þetta hafði Þorsteinn sagt í beinni á Stöð 2 í samtali við Pál Magnússon og Ólaf E. Friðriksson. „Það kemur ekki til greina að Albert verði ráðherra,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Við Ingvi Hrafn bárum ummælin undir Albert og það bókstaflega „kviknaði“ í skiptiborði Sjónvarpsins. Það reis samúðarbylgja með Alberti. Fólk hringdi látlaust inn og fjölmargir mættu fyrir utan sjónvarpshúsið. „Þetta getur Þorsteinn ekki sagt,“ sagði Albert. Borgaraflokkurinn varð til.“

Hallur segir að vopnin hafi snúist í höndum Jóns Baldvins og nefnir bræðikast Styrmis Gunnarssonar, þá ritstjóra Morgunblaðsins, sem kenndi Halli og Ingva Hrafni um misfarir íhaldsins:

„Málin höfðu snúist í höndum Þorsteins. Borgaraflokkurinn var stofnaður og fékk 10,9% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn galt afhroð. Pólitíkin er skrítin tík. Jón Baldvin hafði fært Hafskip í ræðupúlt Alþingis svo allt varð vitlaust enda taldi Jón Baldvin sig koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Það lá í augum uppi enda Albert Guðmundsson einn helsti leiðtogi sjálfstæðismanna og stjórnarformaður Hafskips. En vopnin snerust í höndum Jóns Baldvins. Kratar höfðu farið með himinskautum í skoðanakönnunum með um og yfir 30% fylgi. Albert tók óánægjufylgið og kratar fengu bara helming fylgis sem kannanir höfðu gefið til kynna. Hannes Hólmsteinn kenndi okkur Ingva Hrafni um klofning íhaldsins og minn gamli ritstjóri Styrmir Gunnarsson öskraði á mig í bræðikasti hálfur uppi á skrifborði sínu í Aðalstræti. Vinur minn ritstjórinn var hamslaus af reiði. Þeir notuðu tækifærið til að reka Ingva Hrafn af Sjónvarpinu ekki löngu síðar út af öðru máli. Aðförin að mér hófst með áminningarbréfi en áður en stund hefndarinnar rann upp hafði ég stokkið yfir á Stöð 2 enda hafði Páll Magnússon beðið mig að koma yfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki