fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Styrmir um gulu vestin: „Umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga um þessar mundir, þegar stefnir í harkaleg átök á vinnumarkaði“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. desember 2018 17:30

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefur áhyggjur af mótmælum í aðdraganda kjarasamninga hér á landi. Hann spyr hvað sé að gerast í Evrópu, hvað valdi þeim mótmælum sem eigi sér þar stað um þessar mundir og nefnir gulu vestin í Frakklandi:

„Fjölmiðlar beggja vegna Atlantshafs hafa síðustu daga fjallað töluvert um mótmælagöngur að undanförnu víða um Evrópu. Alþjóðlega þekktur blaðamaður síðustu áratugi, Thomas L. Friedman, spyr í fyrirsögn á grein í New York Times, hvort komið sé að endalokum Evrópu (The End of Europe?) og á þá væntanlega við Evrópusambandsins.

Þýzka fréttastofan Deutsche-Welle tók fyrr í vikunni saman yfirlit yfir mótmælaaðgerðir á meginlandi Evrópu og bendir á að í Ungverjalandi hafi komið til víðtækra mótmæla vegna nýrrar vinnulöggjafar, í Albaníu vegna skólagjalda og í Serbíu vegna ofbeldis, sem vinstri sinnaður serbneskur stjórnmálamaður var beittur. Mótmælaaðgerðir gulu treyjanna í Frakklandi eru svo á allra vörum. Fréttastofan spyr, hvort hitastigið á götum borga Evrópu sé að hækka.

Gular treyjur hafa sést hér og þar í Belgíu og Hollandi án þess að það hafi leitt til almennra mótmæla og tilraun Söhru Wagenknecht og nýrrar stjórnmálahreyfingar hennar, Aufstehen, til slíkra mótmæla í Munchen náðu ekki flugi. Síðustu fréttir herma, að gulu treyjurnar séu nú á leið til Portúgals og hugsanlega megi búast við mótmælum þar í dag, föstudag.“

Óánægja láglaunafólks

Styrmir nefnir ýmsar forsendur þeirrar óánægju sem sprottið hefur upp á vesturlöndum sem hann segir að hafi síðan endað í harkalegum mótmælaaðgerðum:

„Thomas L. Friedman telur að sú heimsskipan á Vesturlöndum, sem til varð að lokinni heimsstyrjöldinni síðari og hefur byggst á Bandaríkjunum og „bandaríkjum“ Evrópu sé í hættu vegna óánægju láglaunafólks og kvíða millistéttar, sérstaklega í dreifbýli utan stórborganna sem hafi orðið fyrir barðinu á alþjóðavæðingu, innflytjendum og tæknibyltingu. Í París hafi innflytjendur lagt undir sig félagslegar íbúðir og á sama tíma hafi fastir og hefðbundnir siðir í samskiptum fólks látið undan síga. Launakjör standi ekki lengur undir venjulegum lífsstíl millistéttarinnar. Hann telur að almennir borgarar upplifi það svo að lífsstíl þeirra sé ógnað, að hafa þak yfir höfuðið, að búa við atvinnuöryggi og að mega búast við betri tíð. Hann telur að til þess að koma til móts við þessar umkvartanir borgaranna þurfi Bandaríkin, Bretland og Evrópa að veita forystu af óvenjulegri stærðargráðu. Macron hafi hins vegar beitt sér fyrir skattabreytingum, sem séu hagstæðar fjárfestum, skorið niður eftirlaun járnbrautarstarfsmanna, gert atvinnurekendum auðveldara að ráða og reka fólk en að vísu aukið fjárframlög til að bæta menntun fyrir þá sem verst eru staddir. En hann hafi líka lækkað skatta á auðmönnum og fyrirtækjum og ætlað að borga fyrir það með skattahækkunum á eldsneyti og eftirlaunum. Þá sprakk allt í loft upp og gulu treyjurnar birtust.“

Ástæða til að hafa áhyggjur

Styrmir segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af slíkum átökum hér á Íslandi:

„Allt er þetta umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga um þessar mundir, þegar stefnir í harkaleg átök á vinnumarkaði. Upptökin eru ákvarðanir Kjararáðs fyrir tveimur árum um launahækkanir æðstu embættismanna, þingmanna og ráðherra  og síðan hafa komið fram ásakanir um að skattbyrði hinna verst settu hafi þyngst. Þegar þessi stóra mynd er skoðuð er ástæða til að hafa áhyggjur af framhaldinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben