fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Drífa segir ekkert nýtt að róttækni komi í mismunandi skömmtum: „ Ágreiningur um aðferðir veikir okkur ekki“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. desember 2018 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, forseti ASÍ, áréttar að þó svo forysta verkalýðshreyfingarinnar greini á um aðferðir, berjist þau öll fyrir sömu hagsmunum. Þetta nefnir Drífa í jólapistli sínum til félagsmanna ASÍ í kjölfar þess að Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa dregið sig frá Starfsgreinasambandinu og tekið upp samstarf við VR fyrir komandi kjarasamninga:

„Félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ sem eru virkir á vinnumarkaði eru 120 þúsund talsins. Það er 60% af íslenska vinnumarkaðnum. Fyrir þessa félagsmenn vinnur úrvals fólk innan hreyfingarinnar, fólk sem er með hjartað á réttum stað, tilbúið til að berjast fyrir vinnandi fólk í stóru sem smáu. Eðlilega greinir fólk á um aðferðir í svo stórri hreyfingu en við eigum það öll sammerkt að hafa hagsmuni launafólks í fyrirrúmi. Það er ekkert nýtt að takturinn sé misjafn, róttæknin í mismunandi skömmtum og aðferðirnar ólíkar innan hreyfingarinnar. Nú hafa félögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara og tekur hún við verkstjórn viðræðnanna. Þegar samninganefndir ólíkra félaga eru með misjafnt mat á stöðunni er hreinlegast að leiðir skilji en það er alveg ljóst að kröfugerðirnar eru ekki breyttar og öll félögin hafa samþykkt þær og vinna út frá þeim. Styrkur okkar liggur í samstöðunni um kröfugerðirnar og um alvöru aðgerðir í þágu launafólks. Ágreiningur um aðferðir veikir okkur ekki.“

Drífa nefnir að risavaxið verkefni bíði handan við hornið:

„Við vinnum áfram sem ein heild að þeim málum sem ASÍ hefur haft forgöngu um, þ.e. stefnu í skattamálum, húsnæðismálum og stefnu um aðgerðir gegn félagslegu undirboði (réttara nafni glæpastarfsemi á vinnumarkaði), svo stóru málin séu nefnd. Risavaxið verkefni bíður okkar á næsta ári. Verkefni sem allir eru einbeittir í að vinna að; betri kjörum fyrir vinnandi fólk og sanngjarnari skiptingu verðmæta. Það krefst þess að leyst verði úr húsnæðisvandanum og að breytingar á skattkerfinu verði þannig að allir leggi sinn skerf í sameiginlega sjóði. Það er löngu tímabært að láglaunafólk þurfi ekki að bera þyngstu byrðarnar á meðan þeir bestu settu eru stikkfrí. Kjarasamningarnir þurfa svo að endurspegla þá sjálfsögðu kröfu að fólk geti unnið fyrir sér án þess að ganga sér til húðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben