fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Eyjan

Björn Leví kennir almenningi að senda inn umsögn um veggjöld: „Það er mjög ein­falt að gera“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. desember 2018 09:21

Björn Leví Gunnarsson Mynd-Hanna/DV

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar um veggjöld í Morgunblaðið í dag. Hann segir stjórnarmeirihlutann hafa ætlað að drífa frumvarp um samgönguáætlun í gegn án þess að gefa almenningi kost á að segja skoðun sína á málinu, sem teljist ansi stórt:

„Aðal­atriðið var að þær for­send­ur sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn var að leggja til voru miklu meiri en ein­stak­ar veggjalda­fram­kvæmd­ir. Gjald­taka í kring­um allt höfuðborg­ar­svæðið og í flest­um göng­um lands­ins. Meiri hátt­ar breyt­ing­ar á fjár­mögn­un sam­göngu­kerf­is­ins, án þess að gefa hags­munaaðilum, borg­ur­um lands­ins, tæki­færi til þess að gera at­huga­semd við málið. Það tókst hins veg­ar að fresta af­greiðslu sam­göngu­áætlun­ar þangað til í lok janú­ar,“

segir Björn Leví og býður lesendum að segja skoðun sína á málinu með því að senda inn umsögn:

„Það er mjög ein­falt að gera. Þú send­ir tölvu­póst á nefnd­ar­svid@alt­hingi.is með fyr­ir­sögn­inni: „Um­sögn um Sam­göngu­áætlun, mál 172 og 173“, nafn­inu þínu og at­huga­semd sem get­ur þá verið annaðhvort „Ég and­mæli áform­um um álagn­ingu veggjalda eins og þær koma fram í for­send­um meiri hluta um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar“ eða „Ég styð áform um álagn­ingu veggjalda eins og þær koma fram í for­send­um meiri hluta um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar“. Einnig get­ur þú farið á vefsíðuna htt­ps://​sites.google.com/​view/​veggjold og smellt á ann­an hvorn takk­ann sem þar er að finna til þess að auðvelda þér um­sögn­ina.“

Að lokum segir Björn Leví að aðrar leiðir séu einnig í boði en að rukka almenning um veggjöld, til dæmis að lækka skatta aðeins minna:

„Við skuld­um ansi mikið í upp­bygg­ingu sam­göngu­kerf­is­ins eft­ir hrunið. Vissu­lega get­um við fjár­magnað það með veg­gjöld­um en það eru marg­ar aðrar leiðir til þess líka. Sem dæmi þá kosta þær fram­kvæmd­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn býst við að fara í um 5 millj­arða á ári. Á sama tíma lækk­ar stjórn­in skatta um tæpa 12 millj­arða. Það væri auðvelt að lækka skatta aðeins minna og fjár­magna sam­göngu­skuld­ina. Hvað finnst þér?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili