fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Trotský í sjónvarpinu – kvennamaður klæddur í leður

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. desember 2018 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fór að horfa á undarlega þætti á Netflix. Þeir fjalla um Leon Trotský, rússneska byltingarmanninn sem Stranglers sungu um í frægu lagi – „Whatever happened to Leon Trotsky…..“.

Trotsky hefur haft þá stöðu í Rússlandi að varla hefur mátt minnast á hann í níutíu ár, eða allar götur síðan Stalín rak hann úr landi, gerði hann útlægan ekki bara frá Rússlandi heldur líka úr sögunni. Tók svo til við að drepa alla fylgismenn hans eða þá sem tengdust honum eitthvað, fjölskyldu Trotskýs og loks hann sjálfan – það var árið 1940 í Mexíkóborg.

Höfundar þáttanna munu hafa sagt að Trotský hafi verið eins og rokkstjarna og það sem maður sér ber nokkuð merki þess. Trotský er klæddur í leður – það var reyndar eins konar blæti hjá bolsévíkum að klæðast leðri – hann ferðast um á brynvarinni lest með rauðum fánum og stjörnum. Í upphafssenu þáttanna er hann í æsilegu kynlífsatriði með byltingarkonunni Larissu Reisner – meðan lestin er á fleygiferð um Rússland borgarastríðsins.

Milli þessa er Trotský svo í Mexíkóborg í hrókasamræðum við Ramon Mercader, manninn sem loks myrti hann með ísexi. Það stangast nokkuð harkalega á við veruleikann eins og fleira í þessum þáttum.

En þarna er líka Stalín, fjandmaður Trotskýs sem alltaf tókst að leika á hann, því þótt Trotský hefði mælskuna og ritfimina, hafði Stalín dýrslega kænsku. Í upphafi þáttanna er Stalín bófi sem stundar rán og gripdeildir til að fjármagna stjórnmálastarf. Þættirnir eru þó nærri lagi hvað það varðar, þeir voru báðir þrjótar og illmenni. Það er ákveðin þversögn að Stalín þóttist vera hófsemdarmaður meðan hann var að sigrast á Trotský sem hann hataði og fyrirleit. Undireins og honum lánaðist það tók hann upp ýmislegt það öfgafyllsta úr stefnu óvinar síns númer eitt.

Ég læt vera hvort ég treysti mér til að mæla með þessum þáttum. Leikarinn sem fer með hlutverk Trotskýs er einstaklega ósjarmerandi – og ráðgáta hvernig hann hefði átt að hrífa nokkurn mann hefði hann verið eitthvað í líkingu við þetta. En Trotský mátti eiga það að það var öðrum fremur honum að þakka – eða kenna – að bolsévíkar sigruðu í borgarastríðinu 1918-1921, einhverri ógeðslegustu styrjöld sem hefur verið háð í sögu mannkyns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“