fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar kröfu Miðflokksfjórmenninga: „Þarna var nú ekki feitan gölt að flá“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. desember 2018 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu fjórmenninga Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur vegna fyrirhugaðrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal sexmenninganna á Klaustri bar. Stundin greinir frá.

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru, segist ætla að bíða og sjá hvert framhaldið verði:

„Þarna var nú ekki feitan gölt að flá svo við bjuggumst kannski frekar við þessu. En nú liggur fyrir erindi hjá Persónuvernd og þingmennirnir hafa boðað að þeir ætli í einkamál.“

Reimar Pétursson, lögmaður fjórmenninga Miðflokksins, hafði óskað eftir því að fá myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum Alþingis og Dómkirkjunnar, og kallaði eftir dómkirkjupresti og skrifstofustjóra Alþingis fyrir dóm. Ekkert verður af því, eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, en komið hafði fram að engar eftirlitsmyndavélar væru á snærum Dómkirkjunnar og því engar upptökur til.

Taldi Reimar að með myndbandsupptökunum mætti sjá hvernig Bára hélt upptökunni leyndri og hvaða aðferðum hún hefði beitt til þess og hvort einhverjir hafi framkvæmt brotið með henni, en Bára hefur ávallt sagst hafa verið ein að verki.

Reimar sagði það einkennilegt að lögmaður varnaraðila mótmælti slíkri beiðni og spurði hverju Bára hefði að „leyna,“ Bára hefði talað um sig sem „boðbera gagnsæis á kostnað einkalífs“ í fjölmiðlum, en þegar spjótin beindust að henni sjálfri, væri viðkvæðið annað. Sagði hann að umbjóðendur sínir, Miðflokksþingmennirnir fjórir, grunuðu að frásögn Báru væri ekki „fyllilega heiðarleg“ og að þeir efuðust um trúverðuleika hennar.

Auður Tinna Aðalbjarnadóttir, verjandi Báru, tók fram að Bára hefði lýst atvikum ítarlega í viðtali við Stundina, en Reimar svaraði því til að það hefði enga lagalega þýðingu. Reimar minntist einnig á að Bára hefði lýst því yfir að hún væri ekki borgunarmanneskja fyrir greiðslu miskabóta ef til þeirra kæmi og sagði það ástæðu til að kanna hvort einhverjir hefðu verið með henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“