fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Samstöðubrestir sagðir innan Starfsgreinasambandsins: „Ég er ekki sátt við þessa niðurstöðu og tel hana ranga“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. desember 2018 09:04

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki eru allir innan Starfsgreinasambandsins (SGS) á eitt sáttir með ákvörðun þess um að bíða með þá ákvörðun að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara fram yfir áramót líkt og ákveðið var á formannafundi fyrir helgi. Sjö formenn af alls 18 innan SGS vildu vísa málinu strax til Ríkissáttasemjara samkvæmt Fréttablaðinu.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem er langstærsta aðildarfélag SGS, segir við Fréttablaðið í dag að Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram tillögur um grundvallarbreytingar á íslenskum vinnumarkaði á fundi þar sem búist var við að launaliðurinn væri ræddur:

„Þá kom í ljós að til þess að við gætum farið að ræða launaliðinn áttum við fyrst að fara í gegnum hugmyndir um miklar breytingar á allri vinnutímatilhögun á Íslandi. Mér finnst það fráleitur staður til að vera á og af þeim sökum taldi ég langeðlilegast að vísa málinu strax til Ríkissáttasemjara. Ég er mjög ósátt við þessa uppstillingu, að til þess að við getum fengið svör hjá okkar viðsemjendum um launaliðinn, um hvað sé í boði og hvaða augum þeir líti þessa kröfu okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun við lok samningstímans, þurfum við fyrst að ræða um mikla útvíkkun á dagvinnutíma og breytingar á því hvernig greitt er fyrir yfirvinnu. Mér finnst það ekki eðlilegt og til marks um það að það sé mikill munur á milli þeirra hugmynda sem eru í gangi,“

sagði Sólveig og bætti við:

„Ég er ekki sátt við þessa niðurstöðu og tel hana ranga. Að mínu mati hefðum við átt að vísa málinu strax til Ríkissáttasemjara.“

Stundarglasið tómt

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ, tekur í sama streng:

„Eins og ég sé þetta er staðan þannig að stundaglasið er orðið tómt. Kjarasamningar eru bara að renna út. Það er ákall frá hinum almenna félagsmanni um að það verði tekin upp öguð og vönduð vinnubrögð sem eru fólgin í því að nýr kjarasamningur taki við af þeim gamla,“

segir Vilhjálmur og telur það borðliggjandi að nýr samningur muni ekki liggja fyrir þegar núverandi samningur rennur út um áramót:

„Það þyrfti allavega algjört kraftaverk til þess. Það liggur fyrir að við höfum ekki fengið að sjá á nein spil SA um hvað er í boði svo ég tali nú ekki um skeytingarleysi stjórnvalda. Við hefðum viljað vísa þessari deilu til Ríkissáttasemjara til að koma þessu í eitthvert ferli.“

Formaður SGS, Björn Snæbjörnsson, gaf lítið fyrir óeininguna innan Starfsgreinasambandsins og sagði þetta ekkert nýtt, að skiptar skoðanir væru innan sambandsins:

„Menn fóru bara í félögin og hittu sínar samninganefndir og þar eru bara mismunandi skoðanir um hvort það eigi að vísa strax eða ekki. Við formennirnir förum bara eftir því sem okkar samninganefndir segja. Mín samninganefnd vildi sjá til.“

Sagðist Björn reikna með því að funda með Samtökum atvinnulífsins á fimmtudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus