fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór um „taktleysi“ Samtaka verslunar og þjónustu: „Skyndilegur áhugi þeirra á réttindum launafólks er áhugaverður“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. desember 2018 10:53

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilan um auglýsingar VR þar sem Jón Gnarr leikur verslunareigandann Georg Bjarnfreðarson, virðast hvergi nærri hættar. Í gær gagnrýndu Samtök verslunar og þjónustu auglýsingarnar, sérstaklega eina þeirra, þar sem yfirmaðurinn Georg dregur kostnað af starfsmanni og býður honum að sofa á lagernum.

Þau Margrét Sanders og Andrés Magnússon hjá SVÞ sögðu auglýsingarnar fjarri öllum veruleika og sögðust ekki kannast við slík dæmi um yfirmenn sem misbjóði starfsfólki sínu með slíkum hætti.

Sjá nánarAndrés og Margrét segja herferð VR „alvarlega árás“

Ragnar Þór sá sig tilknúinn til þess að benda Margréti og Andrési á að Georg Bjarnfreðarson væri ekki alvöru persóna:

„Og nú erum við hjá VR í þeirri sérstöku stöðu að þurfa að útskýra fyrir Samtökum Verslunar og Þjónustu að Georg Bjarnfreðarson er ekki alvöru persóna heldur karakter sem skapaður er af Jóni Gnarr. Nokkuð sem við héldum að hvert mannsbarn á Íslandi þekkti til. Einnig er verslunin Georgskjör ekki til í raunveruleikanum né vörulína sem kennd er við Bjarnfreði sem sagt er að þar sé á boðstólnum.“

Sjá nánarRagnar Þór útskýrir brandarann fyrir Samtökum verslunar og þjónustu:„Georg Bjarnfreðarson er ekki alvöru persóna“

Atvinnurekendur ekki vont fólk

Margrét var til viðtals á Rás 2 í morgun, þar sem henni sárnaði að atvinnurekendur væru teiknaðir upp sem vonda fólkið í auglýsingunni og sagði að eitthvað myndi heyrast í VR ef Samtök verslunar og þjónustu gerðu auglýsingar þar sem starfsmenn væru að stela úr verslunum.

Hún  sagði gagnrýni samtakanna snúa fyrst og fremst að þessari auglýsingu sem hafi verið áberandi upp á síðkastið.

„Þeir keyrðu langmest á þessari auglýsingu, svo eru þeir snjallir núna, ég á von á því að það sé tilviljun, nú eru að koma auglýsingar sem eru allt annars eðlis en þeir byrja á þessum skúrki sem er hreinlega í brotastarfsemi.“

Sjá nánarÞetta er auglýsingin með Jóni Gnarr sem er að gera allt vitlaust:„Þarna fara menn of langt og það er það sem okkar fólk er bara mjög reitt yfir“

Taktlaus gagnrýni

Ragnar Þór svarar þessu í dag, en honum þykir gagnrýni SVÞ vera taktlaus og þakkar hann samtökunum fyrir að spara VR birtingarkostnað. RÚV greinir frá.

Segir hann helstu kröfur SVÞ vera að skerða réttindi verslunarfólks, því samtökin hafi endurskilgreint dagvinnutímabilið, þannig að það nái frá sex að morgni til sjö að kvöldi. Finnst honum skyndilegur áhugi SVÞ á réttindum launafólks áhugaverður í því tilliti.

Raunveruleg dæmi

Ragnar Þór segir einnig að herferð VR sé skírskotun til raunverulegra mála sem VR hafi fengið inn á sitt borð, til dæmis í ferðaþjónustu. Það séu brotalamir á vinnumarkaði og mál af þessu tagi hafi aldrei verið fleiri.

Þá ítrekar Ragnar að ekki sé verið að alhæfa í auglýsingum VR, aðeins sé verið að myndgera aðstæður á vinnumarkaði, allir hljóti að átta sig á því en viðbrögð SVÞ séu fáránleg. Að sama skapi hefðu þá Samtök verslunar og þjónustu átt að gagnrýna frammistöðu Georgs Bjarnfreðarsonar í Næturvaktinni á sínum tíma, þar sem hegðun hans er síst til fyrirmyndar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega