fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Innlend netverslun líklega aldrei meiri en í nóvember

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. desember 2018 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvembermánuði síðastliðnum, jókst innlend kortavelta Íslendinga í netverslun um 15% frá sama mánuði í fyrra en velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun jókst um 5% á sama tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar, en að því standa Háskólinn á Bifröst, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisið, VR, Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið.

Jólaverslun fer að töluverðum hluta fram í nóvember en með stórum verslunardögum að erlendri fyrirmynd færist jólaverslunin sífellt meira fram í þann mánuð. Hér er átt við hinn Bandarískættaða Svarta föstudag, kínverska dag einhleypra og netmánudaginn, en allir falla þessir dagar í nóvember.

Verðbólga á tímabilinu, samkvæmt Hagstofu Íslands, mældist 3,3% sem að einhverju leyti útskýrir hærri kortaveltu í verslun en raunaukningin er samkvæmt því um 1,6%. Nokkuð dró úr kortaveltu Íslendinga í verslun á haustmánuðum og var samdráttur í októbermánuði til að mynda 4%, samanborið við október 2017 en líkt og áður sagði var aukning í nóvember. Þetta kann að benda til þess að neytendur haldi í auknu mæli í sér með jólainnkaupin fram að þessum stóru afsláttardögum. Nóvember er mikill netverslunarmánuður en kortavelta í innlendri netverslun Íslendinga var rúmlega 81% meiri í nóvember síðastliðnum samanborið við október á undan.

 

Kortavelta Íslendinga hjá innlendum raftækjaverslunum var 2,9% hærri í nóvembermánuði nú, samanborið við fyrra ár, þá var netverslun í flokknum 21,4% hærri en í nóvember í fyrra. Á milli mánaða nam aukningin í flokknum 153,3% í netverslun, en sú tala varpar ljósi á mikilvægi netverslunar í nóvember hjá raftækjasölum. Heildarvelta í flokknum nam tæpum 2,6 milljörðum kr., þar af nam netverslun 331 milljónum.

Innlend fataverslun hefur verið í vexti undanfarna mánuði, hvort sem er í búðum eða á netinu. Í nóvember var þó lítilsháttar lækkun í flokknum eða um 0,6% frá fyrra ári. Líkt og í öðrum flokkum jókst þó netverslun með föt í nóvember eða um 20% frá sama mánuði í fyrra. Kortavelta Íslendinga í verslunum sem selja heimilisbúnað var 15% hærri í nóvember í ár samanborið við fyrra ár. Netverslun með heimilisbúnað tók þá kipp og var 28% hærri á ár en í fyrra. Svipaða sögu er að segja af byggingavöruverslunum, þar sem að netverslun jókst um rúm 27% í nóvember í ár, samanborið við fyrra ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“