fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Davíð um RÚV: „Lítur á sig í reynd sem dótturfélag Samfylkingar og Vinstri grænna“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. desember 2018 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiða má líkur að því að leiðari Morgunblaðsins í dag sé skrifaður af Davíð Oddssyni, annars ritstjóra blaðsins, ef marka má orðfærið í garð RÚV. Lengi hefir andað köldu milli Davíðs og ríkismiðilsins og í dag segir leiðarahöfundur að það sé „sláandi“ að horfa upp á „valkvætt siðferðismat“ RÚV þegar upp komi hneykslismál. Hann segir það einnig sláandi hvernig það ráði úrslitum um hvar pólitíski merkismiðinn liggi.

Tilefnið er hvernig RÚV og trúnaðarráð Samfylkingarinnar tók á máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, sem hefur viðurkennt að áreita kynferðislega blaðamann Kjarnans, sem höfundur ber saman við Klaustursmálið og vitnar, sem oft áður, í Pál Vilhjálmsson:

„Í seinustu lotu hneykslismála kemst Ríkisútvarpið að sömu niðurstöðu og síamstvíburinn, Samfylkingin: Vemmilegt og viðurstyggilegt fjas ölvaðra er verra mál en fjasið í verki! Ríkisútvarpinu þykir ekkert að því að „dótturfélag þess“ SF hafi stofnað sérstaka þöggunardeild til að koma í veg fyrir að kynferðisbrotamál flokksmanna sem „kærð eru þangað“ komist upp. Þau skuli flokkuð sem ríkisleyndarmál. Páll Vilhjálmsson lýsir þessu réttilega svo: „Fáheyrt þætti að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands tæki mál fyrir, afgreiddi fyrir luktum dyrum og birti ekki niðurstöðuna. En þetta gerir Samfylkingin. Ef Samfylkingin væri spilaklúbbur væri hægt að réttlæta að brot á siðareglum sé innanfélagsmál. En Samfylkingin er stjórnmálaflokkur og sem slíkur á opinberu framfæri. Þeir sem starfa í flokknum freista þess að fá opinber völd til að móta samfélagið. Þess vegna getur það ekki verið innanflokksmál þegar flokksmenn brjóta af sér. Trúnaðarnefnd Samfylkingar hlýtur að leggja spilin á borðið og upplýsa um þau fjögur mál sem nefndin hefur fjallað um og hvaða úrskurðir féllu.“

RÚV er áróðursdeild vinstriflokkanna

Í leiðaranum er einnig tekið fyrir sígilt stef þar sem stofnunin sögð hafa stuðlað að búsáhaldabyltingunni og dregið taum ríkisstjórnar VG og Samfylkingar:

„Ríkisútvarpið lítur á sig í reynd sem dótturfélag Samfylkingar og Vinstri grænna (eða öfugt) og hefur lengi gert svo fráleitt sem það er. Framganga þessarar „öryggisstofnunar þjóðarinnar“ þegar reynt var að bylta landinu með valdi í kjölfar bankafallsins hefur aldrei verið rannsökuð þótt sjálfsagt væri. Allt var það langt handan við öll siðferðismörk svo ekki sé talað um það sem handfastara er, þau lög sem um þessa stofnun gilda og eru talin réttlæta tilveru hennar og þá mörgu milljarða sem eru snýtt úr nösum almennings til að halda bákninu uppi. Markmiðið var þá að koma Samfylkingu og Vinstri grænum til valda og stuðla að ofsóknum gagnvart þeim sem þóttu standa í vegi þess. Eftir að slík stjórn var mynduð breyttist þessi öryggisstofnun í feimnislausa áróðursdeild fyrir þá ríkisstjórn. Frægast var það í baráttunni um Icesave þar sem Ríkisútvarpið dældi einhæfum hræðsluáróðri yfir þjóðina um þá bölvun sem myndi hljótast af léti þjóðin ekki plata sig og pína til að samþykkja Icesavehneykslið. Þessi samstæða, „RÚV“, SF og VG var þó rækilega rassskellt í þjóðaratkvæði fyrir svívirðilega framkomu sína. „RÚV“ hefur aldrei tekið á þessari misnotkun og ekki hefur vottað fyrir því að „stofnunin“ kunni að skammast sín vegna hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus