fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Andrés og Margrét segja herferð VR „alvarlega árás“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. desember 2018 09:18

Georg Bjarnfreðarson telst ekki til hátekjumanns, þó svo hann sé með sex háskólagráður. Hann er heldur ekki alvöru persóna, heldur leikinn af Jóni Gnarr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Traust og trúnaður er hin almenna regla í samskiptum vinnuveitenda og starfsfólks. Það er sem betur fer alger undantekning þegar samskipi þessara aðila eru á hinn veginn. Enda er það ein meginforsendan fyrir farsælum og árangursríkum atvinnurekstri að samskipti vinnuveitandans og starfsfólks hans séu byggð á trúnaði og trausti, þ.e. gagnkvæmri virðingu.“

Á þessum orðum hefst grein Margrétar Sanders, formanns Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra samtakanna, í Morgunblaðinu í dag. Grein þeirra ber yfirskriftina Staðreyndavillur Georgs Bjarnfreðarsonar.

Þar er sjónum beint að auglýsingaherferð VR sem vakið hefur talsverða athygli en þar bregður Jón Gnarr sér í hlutverk Georgs Bjarnfreðarsonar.

Í fyrstu auglýsingunni er Georg yfirmaður og væntanlega eigandi verslunarinnar Georgskjör, er ung stúlka mætir til hans í atvinnuviðtal.

Þá var fjallað um aðstæður á vinnustað í auglýsingu númer tvö.

Í þeirri þriðju er fjallað um veikindarétt starfsmanna.

Í þeirri fjórðu er farið yfir jólahátíðina og hvernig vinnutíma skal háttað þá og kjörum starfsmanna. Og í þeirri fimmtu og síðustu er farið yfir launahækkanir og hvaða áhrif þær hafa.

Gefa ekki rétta mynd

Sitt sýnist hverjum um auglýsingarnar sem flestir hafa tekið nokkuð vel. En ef marka má grein Margrétar og Andrésar gefa þær ekki rétt mynd af því hvernig vinnuveitendur umgangast starfsfólk sitt.

„Fullyrða má að atvinnurekendur upp til hópa, hvort sem þeir eru starfandi í verslun, þjónustu eða öðrum atvinnugreinum, leggi sig fram um að hafa þessi samskipti á sem bestan veg. Þær sjónvarpsauglýsingar frá VR sem birtast þessa dagana eru að mati SVÞ fjarri öllum raunveruleika um það hvernig vinnuveitendur umgangast starfsfólk sitt.“

Í greininni segja þau að það handrit að mannlegum harmleik sem sett er á svið á kómískan en um leið gildishlaðinn hátt sé vandmeðfarið. Það sé ekki beint til þess fallið að gera gaman að.

„Við þekkjum a.m.k. ekki þann vinnuveitanda sem vill misbjóða starfsfólki sínu á þann veg sem þar er lýst. Þó að mörgum þyki þessar auglýsingar með þeim hætti að þær nái að kitla hláturtaugar hjá fólki er undirtónn þeirra og þau skilaboð sem þær senda mjög alvarleg árás á atvinnurekendur almennt.“

Framandi lýsing

Segja þau að ef kaupmaðurinn á horninu, sem er aðalpersónan í auglýsingunum, sé gott dæmi um skúrkinn á íslenskum vinnumarkaði þá sé sú lýsing þeim mjög framandi.

„Í það minnsta væri áhugavert að þeir aðilar sem standa að slíkri aðför standi keikir með staðreyndir að vopni í stað almennra alhæfinga um atvinnurekendur upp til hópa. Hafa skal það sem sannara reynist en SVÞ hafa á undanförnum árum lagt sig fram við að eiga gott samstarf við VR á sem flestum sviðum. Þetta samstarf á ekki hvað síst að stuðla að bættri starfs- og endurmenntun félagsmanna VR, enda hafa báðir aðilar litið svo á að með því verði hinn almenni starfsmaður búinn undir þær miklu breytingar sem fyrirsjáanlegar eru í verslun og þjónustu á allra næstu árum.“

Þau enda grein sína á þeim orðum að breytt starfsumhverfi verslunar- og þjónustufyrirtækja kalli óhjákvæmilega á breyttar kröfur um hæfni starfsfólks. Líta þau svo á að kröftum SVÞ og VR verði mun betur varið í að vinna í sameiningu við að takast á þær áskoranir sem framundan eru í stað þess að munnhöggvast um veruleika sem er flestum fjarlægur.

„SVÞ mun a.m.k. leggja sig fram um að hafa samskiptin á þeim nótum og áfram hvetja sitt fólk til að hlúa vel að starfsfólki sínu og byggja upp gagnkvæmt traust vinnuveitanda og starfsfólks. Það er von SVÞ að VR sjái hag síns fólks að sama skapi betur borgið með því að tryggja slíkan framgang síns fólks í stað þess að mála upp þá hræðilegu mynd af framandi vinnusambandi sem auglýsingar undanfarið hafa teiknað upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus