fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Sakar Báru um að ljúga í Morgunblaðinu – „Saklausir einstaklingar meiddust mjög“

Auður Ösp
Sunnudaginn 16. desember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aftur heggur höfundur Reykjavíkurbréfs, sem birt er í Morgunblaðinu, í átt að Báru Halldórsdóttur. Bára er eins og flestum er nú kunnugt um konan sem tók upp samræður sex þingmanna á Klausturbar. Bára sendi síðan upptökurnar á DV, Stundina og Kvennablaðið. Í kjölfarið fóru tveir þingmenn í leyfi, aðrir tveir reknir úr sínum flokki og samfélagið lagðist á hliðina.

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins fjallaði fyrst um Báru í lok nóvember en þá vissi enginn hennar rétta nafn. Skoðun Davíðs var að rangt hefði verið af Báru að taka samtölin upp. Í Reykjavíkurbréfi dagsins í dag er aftur fjallað um Báru en hún er 42 ára öryrki sem glímir við sjaldgæfan gigtarsjúksdóm. Í samtali við Stundina lýsti Bára sér með þessum hætti:

„Ég á son, hund, tvo ketti og konu. Ég sinni fræðslu og réttindabaráttu fyrir langveika og öryrkja eftir því sem ég get, aðallega í gegnum samfélagsmiðla.“ 

Í Reykjavíkurbréfinu er aftur fjallað um upptökurnar umdeildu og telur sá sem þar skrifar að ekki hefði átt að birta upptökurnar. Þar segir:

„Gáleysislegt óráðstal og meiðandi ef gert yrði opinbert hefur skekið umræðuna undanfarið. Sennilega er þannig komið að almenningur telur að mál af þessu tagi séu nú helsta inntak íslenskrar stjórnmálaumræðu. Það afsakar hvergi óráðstalið en hinu verður ekki ámóti mælt að það varð ekki meiðandi fyrir aðra en hinn fámenna munnsöfnuð sjálfan fyrr en því var komið á framfæri með birtingu leynilegrar upptöku.“

Þá segir að tækniframfarir síðustu ára geri fólki auðvelt fyrir að stunda persónunjósnir og sé lítil áhætta fólgin fyrir þann sem telur sig geta grætt á slíku. Þá sakar höfundur bréfsins um að ljúga að fjölmiðlum um af hverju hún var stödd á Klausturbar og ákvað að taka upp það sem þar var sagt. Í bréfinu segir að skýringar hennar séu fjarri því að vera trúverðugar. Bára sagði bæði við DV og Stundina að henni hefði blöskrað tal þingmannanna og því ákveðið að taka upp samtölin sem eru um fjórir tímar. Unnu DV og Stundin fjölmargar fréttir upp úr gögnunum. Í viðtali Stundarinnar við Báru sagði:

„Bára tilheyrir hópi fólks sem hefur staðið að menningar- og skemmtiviðburðum undir yfirskriftinni Rauða skáldahúsið í Iðnó undanfarin ár. Þar er dansað, farið með ljóð og sýnd töfrabrögð en Bára hefur verið í hlutverki spákonu og dregið Tarot-spil. Kvöldið 20. nóvember var Bára á leiðinni á æfingu með hópnum en fyrst hafði hún mælt sér mót við vini sína frá útlöndum sem voru staddir á Íslandi. „Það var dauð stund þarna á milli. Eftir síðustu æfingu hjá Rauða skáldahúsinu höfðum við farið á Klaustur Bar, þarna rétt hjá Iðnó, svo ég hugsaði með mér að það væri fínt að setjast þar aðeins niður fram að æfingunni og fá sér kaffi.“

Höfundur Reykjavíkurbréfs er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun Báru að taka upp og sakar hana eins og áður segir um að fara frjálslega með sannleikann. Þar segir í bréfinu:

„Þegar utanaðkomandi aðili tók upp ógeðfellt drykkjuraus tímunum saman (með skýringum sem eru fjarri því að vera trúverðugar) og sendi það svo óábyrgum fjölmiðli til frjálsrar meðferðar, mátti honum verða ljóst að fjölmargir saklausir einstaklingar meiddust mjög.“ Þá er Bára ekki aðeins sökuð um að segja ósatt. Heldur hafi hún með því að koma þessum mikilvægu upplýsingum á framfæri meitt varnarlaust fólk.  „Þótt rausið sé fordæmt með réttu er augljóst að með njósnunum um það og birtingu þess meiddust þeir sem fyrir urðu og þá fyrst. Það hlýtur að vera mikil samviskuspurning hvort það eitt að koma þeim sem rausuðu svo skammarlega í eigin hóp í verðskuldaðan bobba hafi réttlætt að meiða svo marga varnarlausa í leiðinni.“

Bára hefur sjálf sagt að henni hafi blöskrað tal þingmannanna. Í viðtali við Stundina kvaðst hún himinlifandi með hvernig atburðarásin þróaðist. Í viðtalinu sagði hún í lokin:

„Sumir hæðast að „góða fólkinu“, en viljum við ekki einmitt vera gott fólk? Þegar öllu er á botninn hvolft, viljum við þá ekki vera góðar manneskjur? Búa til samfélag þar sem fólki líður vel, þarf ekki að óttast hatur og fyrirlitningu valdamikilla manna og getur ræktað hæfileika sína án þess að rekast á vegg?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins