fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Bubbi brjálaður: „Við hjónin keyrum daglega í bæinn frá Kjós samtals 4 ferðir, ertu ekki að grínast?“ – Taktu þátt í könnun

Auður Ösp
Sunnudaginn 16. desember 2018 19:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að margir séu afar ósáttir við áform ríkisstjórnarinnar að setja á vegatolla. Jón Gunn­ars­son, formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is og fyrr­ver­andi sam­gönguráðherra greindi frá því í Silfrinu fyrr í dag að samgönguáætlun verði afgreidd snemma á næsta ári. Hægt er að taka þátt í könnun neðst í fréttinni. Jón sagði í Silfrinu að full samstaða væri á meðal ríkisstjórnarflokkana. Vegtollar verða innheimtir á öllum stofnbrautum frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins. Það verður að teljast afar athyglisvert í ljósi þess hvað Katrín Jakobsdóttir sagði á síðasta ári. Þá sagði Katrín:

„Því hvað hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gert annað en að hækka skatta á almenn­ing? Eða var það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í félagi við Fram­sókn sem hækk­aði virð­is­auka­skatt á mat­væli á síð­asta kjör­tíma­bili? Er það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og fylgitungl hans sem boða nú veggjöld í massa­vís?“

Á Kjarnanum var haft eftir Katrínu að þáverandi ríkisstjórn væri hugmyndasnauð, meðal annars í samgöngumálum:

„Það á bara helst að koma þeim í einka­fram­kvæmd og leggja á vega­tolla ein­ungis vegna þess að stjórn­völd treysta sér ekki til þess að byggja upp inn­við­ina eins og vera ber.“

En nú er það í góðu lagi virðist vera, þegar flokkurinn er í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hefur verið bent á að almenningur sé nú þegar búinn að greiða fyrir þá vegi sem á nú skyndilega að rukka fyrir að aka um og ekki séu aðrar leiðir í boði líkt og tíðkast erlendis, þar sem mögulegt er að greiða fyrir að fara sína leið á hraðbraut frekar en sveitaveg. Ríkisstjórnin stefnir hins vegar á að rukka fyrir sveitaveginn en ekki bjóða neitt í staðinn.

DV birtir í ljósi þessara tíðinda könnun þar sem lesendur geta sagt sína skoðun á fyrirhuguðum vegatollum ríkisstjórnarinnar. Bubbi Morthens var afar ósáttur við þessi tíðindi í Silfrinu í dag og sagði stutt og laggott:

„Við hjónin keyrum daglega í bæinn frá Kjós samtals 4 ferðir ertu ekki að grínast.“

Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður á Vísi sá annan vinkil, þá í ljósi þess að nú stendur til að Bubbi Morthens verði úthlutað heiðurslaun listamanna frá ríkinu, en Jakob tjáði sig á Facebook-vegg Bubba og sagði:

„Helv…. þar fóru heiðurslaunin fyrir lítið. Ríkið gefur með annarri og tekur með hinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus