fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Logi segir faglega tekið á hneykslismálum Samfylkingarinnar: „Ekki sópað undir teppið“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Laugardaginn 15. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að meðferð trúnaðarráðs í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, sé til fyrirmyndar. Ágúst Ólafur gekkst við því fyrir viku síðan í yfirlýsingu, að hafa kynferðislega áreitt blaðamann Kjarnans síðasta sumar. Hann fékk áminningu frá Samfylkingunni vegna málsins, er farinn í tveggja mánaða launalaust leyfi og segist ætla að leita sér faglegrar aðstoðar.

Þolandinn í málinu, Bára Huld Beck, steig fram í kjölfarið og sagði yfirlýsingu Ágústs stangast á við hennar upplifun. Svaraði Ágúst því til, að misræmið skýrðist af ólíkri upplifun þeirra, en tók fram að það hafi ekki verið ætlun hans að rengja frásögn Báru og ítrekaði afsökunarbeiðni sína.

Fordæmisgefandi áminning ?

Í samtali við DV segir Logi að hann telji að afgreiðsla trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar í málinu hafi verið til fyrirmyndar, er hún veitti Ágústi áminningu, sem sé þriðja stigið af fjórum. Fjórða og alvarlegasta stigið sé áminning og tillaga um afsögn eða uppsögn.

Má því segja að þar með hafi trúnaðarnefndin sett ákveðið fordæmi, að kynferðisleg áreitni og ósæmileg hegðun sé ekki tilefni til þess að leysa þingmenn frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

Til hliðsjónar má horfa til þess að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, voru reknir úr Flokki fólksins fyrir hlutdeild sína í Klaustursmálinu, en mörgum þótti þeirra þáttur ekki eins grófur og hinna fjórmenninganna, úr Miðflokknum.

Hvað telst brottrekstrarsök ?

Aðspurður hvað þurfi til þess að trúnaðarnefndin mæli með því að þingmaður segi sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, ef kynferðisleg áreitni og niðurlæging þykir ekki nægilegt tilefni, var fátt um svör hjá Loga:

„Því get ég einfaldlega ekki svarað því það er trúnaðarnefndar að meta það. Það er auðvitað grundvallaratriði að þegar mál koma upp sem varða flokksmenn, ég tala nú ekki um kjörna fulltrúa, að þá sé í hverjum flokki óháð apparat skipað fagfólki sem hefur trúverðugleika og tryggir það að það sé ekki önnur rök, heldur en málsatvik sem ráða því hver niðurstaðan verður. Þannig er það auðvitað líka almennt í kerfinu.“

Aðspurður hvort alvarleiki brotsins hjá Ágústi krefðist ekki skýrari svara, í ljósi þess hnekkis sem Alþingi og þingmenn hefðu beðið á síðustu vikum,  sagðist Logi skilja alvarleika málsins, en um leið væri að ræða flókna hluti:

Ég skil allar tilfinningar í málinu og ég skynja og er sammála um alvarleika þessa. Ég átta mig á því að það sem Samfylkingin er að reyna að gera, hún er að reyna taka málin á faglegra og hlutlægara plan og trúnaðarnefndin hefur fjóra möguleika. Hún getur auðvitað vísað málum frá sem tilhæfnislausum. Hún getur í rauninni mælt með samtali og sáttarmeðferð. Hún getur áminnt, en hún getur líka áminnt og lagt til að viðkomandi segi sig frá eða verði vísað úr trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Hann Ágúst fékk áminningu, það er þriðja stig. Þetta eru flóknir, erfiðir og matskenndir hlutir sem að enginn er betur til þess fallinn að leiða til lyktar en fagfólk.“

Ekki sópað undir teppið

Logi segir að málinu hafi ekki verið sópað undir teppið, heldur fengið raunverulega afgreiðslu, sem honum finnst vera til fyrirmyndar:

„Eins og ég sagði í upphafi, að eftir að vera búinn að vera með erfið og þung mál sem að flokknum var kannski ekki fært að leiða til lykta þá settum við þetta ferli í gang vegna þess að ég tel sjálfur, það er mín skoðun sem formaður Samfylkingarinnar, að það sé ómögulegt að svona mál séu leidd til lykta af stjórn flokksins, stjórnmálamönnum eða jafnvel samherjum í þingi eða á sveitarstjórnarstigi. Við ákváðum að þetta mál fengi einhverja raunverulega afgreiðslu, yrði ekki sópað undir teppið eða reynt að koma í veg fyrir að þau upplýstust. Það finnst mér í rauninni til fyrirmyndar og vona ég að fleiri flokkar taki þetta upp. Ég veit þó að Píratar eru búnir að samþykkja svipað verklag og vona ég að fleiri flokkar séu að horfa til þess, vegna þess að þetta er eina leiðin. Ég held að það verði aldrei trúverðugleiki um málsmeðferð eða niðurstöðu ef að ég og einhverjir tveir eða þrír aðrir í stjórn flokksins, sem að erum jafnvel að vinna með fólkinu eða höfum pólitíska hagsmuni af því að mál fari á einhvern veg að við séum að leiða það til lyktar. Þess vegna verð ég enn og aftur að ítreka það að eina færa leiðin fyrir flokk er að beina því inn í trúnaðarnefnd. Það kann svo að vera að það komi upp allskonar mál og það verði erfiðleikar, en ég er ekki enn búinn að finna færari leið til þess að gera þetta.“

Trúnaðarráð tilkomið vegna hegðunar Helga

Logi segir að mál Ágústs Ólafs sé ekki það fyrsta sem ratað hefur inn á borð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Hann viðurkennir að áreitni Helga Hjörvars, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar í garð kvenna árið 2016, hafi leitt til þess að trúnaðarráð Samfylkingarinnar hafi verið stofnað:

„Nú er það þannig að það eru 16.000 meðlimir í flokknum og það rata auðvitað einhver mál inn í trúnaðarnefnd sem ég fæ aldrei fréttir af. Því það er trúnaður gagnvart því sem nefndin fær inn á borð til sín. Þetta mál (Ágúst Ólafur) er annars eðlis, meðal annars vegna þess að þolandinn í þessu tilfelli hafði samband við mig og ég benti henni á þetta ferli og sendi henni upplýsingar um það þannig að hún gæti fengið réttláta málsmeðferð og síðan snertir þetta kjörinn fulltrúa og það er auðvitað alltaf alvarlegra mál en ef einstaka meðlimir brjóta af sér.

Ég kom auðvitað ekki að því máli en það er alveg augljóst og ég held reyndar að í því máli hafi hreinlega ekki verið gögn sem nægðu til þess að ganga neitt lengra en gert var. En í Samfylkingunni er allskonar fólk, ekkert betra, heldur ekkert verra en í öðrum flokkum eða annars staðar í samfélaginu. Við vitum að mennirnir eru breyskir og eiga það til að hrapa og gera glappaskot og við þurfum að vera reiðubúin að það geti gerst hjá okkur eins og öðrum. Sem betur fer hefur okkur miðað áfram,“

segir Logi. Hann vonast einnig til að allir aðrir flokkar taki upp svipaðar verklagsreglur og Samfylkingin:

„Svona mál eru aldrei einföld úrlausnar og þau eru mjög erfið en við verðum að tryggja það að stjórnmálaflokkur sé góður og öruggur félagsskapur fyrir alla. Þá geti fólk verið tryggt með það að komi eitthvað upp á sem telst ámælisvert að þá verði tekið á því með trúverðugleika og festu. Það er það sem við erum að reyna eins vel og við getum. Ég held að þrátt fyrir að þetta sé nýtt fyrir okkur, sé flókið og þá er viðbúið að við gerum þetta ekki alltaf eins. Þá hefur þetta samt orðið til þess að flokkurinn er að breytast og menningin er að batna í flokknum. Við erum öll mennsk, það er auðvitað kannski einkenni mannskepnunnar að hún stýrist ekki eingöngu af innsæi heldur líka vilja og okkur verður á. Það er því nauðsynlegt að hafa tæki til að takast á við það.“

 

Sjá nánarÁgúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar – „Nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast“

Sjá nánarÁgúst Ólafur svarar Báru Huld:Misræmið byggir á ólíkri upplifun

Sjá nánarBára Huld er konan sem Ágúst Ólafur áreitti:„Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig“

Sjá nánarKonur sökuðu Helga Hjörvar um grófa kynferðislega áreitni:Dularfullt bréf barst á skrifstofuna – Fór samt í formannsframboð

Sjá nánarUngliði sakaði Helga Hjörvar um áreitni:„Konum í kringum framboð Samfylkingarinnar var mjög misboðið“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG