fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Dansað eftir pípu stórra auðhringa

Egill Helgason
Laugardaginn 15. desember 2018 16:03

Jeff Bezos, stofnandi Amazon, er sá ríkasti í heimi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér í New York verður maður var við mikla gremjum vegna fyrirhugaðrar byggingar höfuðstöðva auðhringsins Amazon í Queens-hverfinu. Jú, með þessu skapast fullt af störfum í borginni, það vantar ekki, en í því skyni að ákveða staðsetninguna hratt Jeff Bezos, aðaleigandi Amazon, af stað samkeppni milli fjölmargra borga um að fá til sín þessa starfsemi.

Alls voru 20 borgir í pottinum en á endanum urðu fyrir valinu New York, Arlington í Virginíu – sem er rétt við Washington – og Nashville í Tennessee. En þetta er ekki ókeypis fyrir borgirnar, þær þurfa að bjóða uppbyggingu innviða fyrir Amazon og í viðbot kemur feitur skattaafsláttur. Hermt er að meðgjöfin sem Amazon fær frá New York nemi meira en 2 milljörðum dollara.

Þannig er í raun verið að niðurgreiða starfsemi ríkustu fyrirtækja í heimi. Eigandi Amazon, Jeff Bezos, er nú sagður vera ríkasti maður heims. Auðæfi hans eru metin á um það bil 150 milljarða dollara. Hann er ríkari en mörg lönd samanlagt. Græðgi hans virðist vera takmarkalaus, því Amazon er sífellt að færa sig yfir á fleiri svið verslunar og viðskipta.

Það er heldur ekki talin tilviljun að einmitt New York og Washington urðu fyrir valinu. Kannski var þessi samkeppni ekkert nema sýndarmennska. Bæði New York og Washington eru ríkar borgir og þurfa ekkert sérstaklega á starfsemi Amazon að halda. Ef það væri viðmiðið yrðu aðrir staðir fyrir valinu.

En í New York og Washington er Bezos og fyrirtæki hans nálægt aðal valdamiðstöðunum í Bandaríkjunum. Það gæti hafa ráðið úrslitum, og kannski var búið að ákveða þetta allt fyrirfram.

New York-búum er hins vegar ofboðið og maður heyrir víða talað um þennan gjörning. Alexandria Ocasio-Cortez, hinn ungi þingmaður New York og rísandi stjarna í stjórnmálunum hér, sendi til dæmis þessi skilaboð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG