fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Viðgerðarkostnaður á skrifstofuhúsnæði Alþingis tvöfaldaðist

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. desember 2018 11:50

Húsið við Kirkjustræti 10. Mynd-ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við fjáraukalög, tvöfaldaðist viðgerðarkostnaður á skrifstofuhúsnæði Alþingis við Kirkjustræti 10, vegna myglu. RÚV greinir frá.

Óhjákvæmilegt var talið að ráðast í viðgerðir vegna myglu, en nánast allt innvols hússins var talið ónýtt. Fagaðilar voru fengnir til að meta kostnað og gera tilboð í verkið, en þegar vinnan var hafin kom í ljós að viðgerðir yrðu mun umfangsmeiri en ráð var gert fyrir í upphafi. Var því gerð tillaga um 30 milljón króna aukafjárveitingu, þar sem rekstrarfé Alþingis dugði ekki fyrir kostnaði.

Fjármálaskrifstofa Alþingis er til húsa að Kirkjustræti 10, ásamt annarri starfssemi. Húsið var gert upp árið 1995, en fyrir um þremur árum síðan var farið að bera á því að eitthvað misjafnt væri í gangi, sem er tengt við mygluna. Húsið stóð autt í tvö til þrjú ár vegna viðgerðarinnar, en heildarkostnaðurinn reyndist 47 milljónir, meðan upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 20 milljónir.

Húsið er það elsta á Alþingisreitnum, eldra en sjálft Alþingishúsið, byggt 1879.  Aðeins eitt hús við Austurvöll er eldra, Kvennaskólahúsið í Thorvaldsenstræti 2, byggt 1878.

Nýbygging á leiðinni

Nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis mun senn rísa til móts við Ráðhúsið, í suðvesturhluta Alþingisreitsins, á gatnamótum Vonarstrætis og Tjarnargötu. Verklok eru áætluð innan tveggja ára.

Haldin var hönnunarsamkeppni sem Arkitektar Studio Granda unnu. Þar sem húsið þótti of stórt í upphaflegum teikningum, var umfang hússins minnkað. Kostnaður við þá hönnunarvinnu kostaði rúmar 23 milljónir. Í heildina hefur hönnunarvinnan við húsið því kostað um 350 milljónir.

Alþingi leigir skrifstofuhúsnæði fyrir um 200 milljónir á ári við Austurstræti og nágrenni, en kostnaður við þessa sexþúsund fermetra byggingu er sagður um þrír milljarðar króna. Miðað við framúrkeyrslu hins opinbera í velflestum framkvæmdum, má þó gera ráð fyrir því að sú tala hækki eitthvað.

Vinningstillagan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun