fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Þriðjungur Íslendinga andvígur Brexit

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. desember 2018 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega þriðjungur Íslendinga er andvígur því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu en nær helmingur er hvorki fylgjandi né andvígur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 15.-21. nóvember 2018. Alls sögðust 18% mjög andvígir úrsögn Breta úr ESB, 18% frekar andvígir, 9% frekar fylgjandi og 9% mjög fylgjandi. Þá kváðust 46% hvorki fylgjandi né andvíg.

Munur eftir lýðfræðihópum

Karlar reyndust líklegri til að lýsa yfir skoðun með eða á móti (38% andvígir; 20% fylgjandi) á útgöngu Breta en konur (33% andvígar; 16% fylgjandi) en konur voru líklegri til að segjast hvorki fylgjandi né andvígar (51%) heldur en karlar (42%).

Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Framsóknarflokks (41%), Sjálfstæðisflokks (36%) og Miðflokks (31%) reyndist líklegast til að segjast fylgjandi útgöngu Breta úr ESB en stuðningsfólk Samfylkingar (72%), Viðreisnar (57%) og Pírata (57%) reyndust líklegust til að segjast andvíg. Þá reyndust stuðningsfólk Flokks fólksins (63%) líklegust allra svarenda til að segjast hvorki fylgjandi né andvíg.

Svarendur í yngsta aldurshópi (18-29 ára) voru líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast andvígir (40%) eða hvorki andvígir né fylgjandi (51%) heldur en svarendur annarra aldurshópa. Hlutfall þeirra sem kváðust fylgjandi útgögnu Breta úr ESB fór vaxandi með auknum aldri en 31% svarenda í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) kváðust fylgjandi, samanborið við 9% þeirra í yngsta aldurshópi.

Þá voru svarendur búsettir á höfuðborgarsvæðinu (40%) líklegri til að segjast andvígir því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu en þeir af landsbyggðinni (27%) en íbúar landsbyggðarinnar voru líklegri til að segjast fylgjandi útgöngunni (22%) en þeir á höfuðborgarsvæðinu (16%).

 

 

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 928 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 15. til 21. nóvember 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt