fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Össur dáist að íhaldsforingja: „Respekt fyrir ótrúlegu úthaldi og elju. Það er ekki til uppgjöf í þessari konu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. desember 2018 13:35

Össur Skarphéðinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, dáist að forsætisráðherra Breta, Theresu May, þó svo hún komi úr Íhaldsflokknum, en hún stóðst atlögu eigin flokks í atkvæðagreiðslu um vantraust gegn henni í vikunni. Alls 117 þingmenn greiddu atkvæði gegn henni, en 200 þingmenn stóðu með henni. Hún tilkynnti þó í kjölfarið að hún myndi ekki vera í forsvari flokksins í næstu þingkosningum, sem eru fyrirhugaðar 2022. Þrjú ár eru hinsvegar langur tími í pólitík, ekki síst í Bretlandi.

Össur segir íhaldið ekki hafa geta hugsað sér þá leiðtoga sem í boði væru ef May hefði stigið til hliðar:

„Varla er hægt annað en dást að þreki og seiglu Theresu May. Hún kemur úr vonlausri samningaferð um Evrópu, tekst þegar í stað á við vantraust á einum degi, og sigrar – þó vissulega komi hún haltrandi út. Ekki er liðinn dagur þegar hún er mætt í vonlítinn leiðangur í Brussel. – Frá sjónarhóli þjóðarhagsmuna var það hins vegar “det gale vanvid” að efna til leiðtogakjörs á svo viðkvæmri stundu. Það sýnir að Brexit-sinnar hafa orðið viðskila við veruleikann. -Vissulega má segja að May hafi átt sigur vísan í vantraustinu. Meirihluti þingmanna Íhaldsflokksins kaus á sínum tíma gegn Brexit, eða vilja mjúka lendingu, og gátu ekki hugsað sér atburðarás þar sem talsverðar líkur voru á að annar hvor forystumanna hinnar hörðu Brexit-fylkingar, Boris Johnson fyrrum utanríkisráðherra, eða Dominic Raab sem sagði af sér sem Brexit-ráðherra, hefðu á endanum orðið leiðtogar.“

Össur segir ákvörðun May um að bjóða sig ekki fram að nýju hafi tryggt henni stærri sigur en ella:

„Í gríðarlegri kastþröng má líka segja að May hafi kippt fótum undan andstæðingum í þingflokknum með því örþrifaráði að gera uppskátt að hún hyggist ekki leiða flokkinn í kosningum eftir þrjú ár. Af umhyggju fyrir þingsætum sínum gátu fæstir hugsað sér það. Þetta loforð tryggði henni því stærri sigur en ella – en réði tæpast úrslitum. Um leið má segja að hún hafi endanlega gengið frá leiðtogadraumum helsta andstæðings síns, Boris Johnson. Hann er litríkur pópúlisti en meingallaður stjórnmálamaður. Í dag eru meiri líkur á að aðildarsinninn Jo, bróðir hans, verði fremur leiðtogi en hann – án þess að því sé endilega spáð hér. Með 117 þingmenn á móti stefnu sinni er hins vegar mjög þungt fyrir hana að ná fram nokkrum breytingum í Brussel.“

Össur tekur fram að hann hafi aldrei verið mikill aðdáandi May, en hún eigi þó virðingu hans alla:

„Mér þótti May aldrei sérlega geðfelldur stjórnmálamaður, og fannst hún reka vonda stefnu sem innanríkisráðherra. Hvorki ég né aðrir geta þó tekið frá henni það sem hún sannarlega á skilið: Respekt fyrir ótrúlegu úthaldi og elju. Það er ekki til uppgjöf í þessari konu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki