fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ólafur gagnrýnir Báru, „húrrandi klikkaða“ umræðu og griðrof í þjóðfélaginu: „Stein­arn­ir fljúga úr gler­hús­um lands­manna“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. desember 2018 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðunni um Klaustursmálið er hvergi nærri lokið. Þegar miðað er við samfélagsmiðla virðist sem að Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn sem tók upp samtal sexmenninganna, njóti nokkurs stuðnings almennings fyrir sinn þátt í málinu. Hinsvegar eru þeir sem líta málið öðrum augum. Einn þeirra er Ólafur Hannesson, fyrrverandi varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi, sem ritar í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni „ Húrrandi klikkuð umræða.“

Ólafur segir:

„Það verður nú að segj­ast að það hef­ur verið hjákát­legt að fylgj­ast með umræðunni um Klaust­ursþing­menn­ina svo­kölluðu. Hræsn­in hrein­lega lek­ur af fólki þegar það ræðst gegn þing­mönn­un­um og heimt­ar höfuð þeirra. Þing­menn­irn­ir eru í ómögu­legri stöðu, þeir geta ekki beðist af­sök­un­ar rétt, ekki hjálp­ar ef þeir taka launa­laust leyfi til íhug­un­ar (kost­ar það þó Gunn­ar og Bergþór fleiri hundruð þúsund). Virðist kraf­an vera sú að þau missi vinn­una, öll sem eitt, fyr­ir að talað var með ljót­um hætti í sam­sæti þeirra, jafn­vel burt­séð frá því hverj­ir létu orðin falla. Ef fólk ætti að missa vinn­una fyr­ir að tala ógæti­lega eða verða vitni að slíku þá væri ef­laust um fjórðung­ur lands­manna at­vinnu­laus hverju sinni. Fólk kepp­ist við að lýsa yfir hneyksl­un sinni og heil­ag­leika vegna þess að eng­inn eigi að tala svona. Sann­leik­ur­inn er hins­veg­ar sá að stein­arn­ir fljúga úr gler­hús­um lands­manna. Marg­ir geta ekki einu sinni setið á sér í orðbragði á sama tíma og þeir lýsa frati á þessa sex þing­menn sem sátu Klaust­urs­fund­inn fræga.“

Ólafur segist ekki vilja réttlæta orðbragð Klausturshópsins, en segist skilja að umræðan hafi „farið fram úr þeim.“:

„Flest­ir hafa orðið vitni að óhefluðu orðbragði þegar fólk í skjóli „ein­rým­is“ tal­ar ógæti­lega um aðra, breyt­ir engu máli í hvaða flokki það fólk hef­ur verið. VG, XB, XD, XP og XS, eng­inn af þess­um flokk­um hef­ur verið svo heil­ag­ur að ekki hafi menn þar inn­an­borðs talað frjáls­lega og ógæti­lega í trausti þess að það sem þeir segi komi ekki fram op­in­ber­lega. Það hef­ur ekki skort mann­fyr­ir­litn­ingu af hálfu margra rétt­sýn­isridd­ara gagn­vart þeim sem hafa aðrar skoðanir en þeir, menn hafa jafn­vel op­in­ber­lega sakað sam­starfs­menn sína á þingi um að hata annað fólk, vera glæpa­menn og þaðan af verra, allt í nafni „rétt­læt­is“. Það virðist vera þannig að ef þú hef­ur „rang­ar“ skoðanir þá megi gefa út skot­leyfi á þig. Það þýðir ekki að fólk sé vont, það þýðir bara að við séum mann­leg,“

segir Ólafur og nefnir að aðstæður orðræðu skipti máli:

„Að vera í ákveðnum aðstæðum þar sem umræðan magn­ast upp get­ur verið snjó­bolti sem viðstadd­ir hafa enga stjórn á. Ég hygg að slíkt hafi hent í til­felli Klaust­ursþing­manna. Ég hef ekki trú á því að þau séu öðrum verri, þau gera mis­tök eins og aðrir og gleyma sér í aðstæðunum. Slíkt hið sama virðist vera að ger­ast í op­in­berri umræðu um þing­menn­ina. Það hoppa all­ir á vagn­inn og leyfa sér sí­fellt stig­magnaðri orð um þetta fólk, það nýj­asta er að þau séu of­beld­is­menn. Það er sorg­legt að sjá sam­fé­lagið for­dæma þá og fara svo í sama pytt­inn til að ganga frá þeim. Að draga sam­ræður úr kvöldi yfir í dags­birtu mun sjaldn­ast fá sann­gjarna meðferð.“

Einbeittur brotavilji Báru

Þá spyr Ólafur hvað það sé sem skipti í raun höfuðmáli og nefnir að fólk gleymi sér svo mikið við að horfa á trén, að það sjái ekki skóginn. Segir hann að Bára Halldórsdóttir hafi verið haldin „einbeittum brotavilja“:

 „Vissu­lega töluðu þess­ir þing­menn með ósæmi­leg­um hætti, en við skul­um ekki gleyma aðilan­um sem með ein­beitt­um brota­vilja sat í yfir þrjá klukku­tíma að hlusta á og taka upp einka­sam­ræður fólks, það er eft­ir minni bestu vit­und lög­brot sem nauðsyn­legt er að bregðast við sem for­dæmi fyr­ir framtíðina. Hún bít­ur svo höfuðið af skömm­inni og send­ir upp­tök­urn­ar á fjöl­miðla sem bregðast ábyrgðar­hlut­verki sínu og birta frétt­ir úr þess­um upp­tök­um. Fjöl­miðlar hafa í þessu máli brugðist ábyrgðar­hlut­verki sínu og dottið í hlut­verk gulu press­un­ar og Gróu á Leiti. Þetta eru ekki frétt­ir sem eiga upp á borð al­menn­ings. Eina sem telja má að ætti er­indi var gá­leys­is­legt tal Gunn­ars Braga um veit­ingu sendi­herra­embætt­is, allt annað er slúður sem eng­inn heiðvirður fjöl­miðill hefði átt að birta.“

Griðrof þjóðfélagsins

Ólafur telur að hér hafi ekki orðið siðrof, heldur griðrof og vill stöðva þessa þróun:

„Með þessu hafa átt sér stað ákveðin griðrof í þjóðfé­lag­inu. Fólki finnst þetta í góðu lagi þar sem þetta eru jú þing­menn og starfa hjá þjóðinni, allt skal uppi á borðum og þau skulu enga friðhelgi eiga, þrátt fyr­ir að vera venju­legt fólk. Það sem fólk gleym­ir í þessu sam­hengi er að þegar búið er að rjúfa þessi vé þá er eng­inn óhult­ur. Það má alltaf rétt­læta upp­tök­ur og birt­ing­ar með ein­hverj­um hætti ef vilji er til. Það er nauðsyn­legt að þessi þróun sé stöðvuð.

Ég vona að við ber­um gæfu til að sjá stærsta málið í þessu og það eru griðrof upp­tök­unn­ar og birt­ing henn­ar. Það er þróun sem við verðum að stöðva, við get­um ekki samþykkt þess hátt­ar vinnu­brögð. Því miður er það svo að fólki finnst of gott að smjatta yfir óför­um annarra og fagn­ar þangað til röðin kem­ur að því, þá allt í einu verður ver­öld­in ósann­gjörn. Reyn­um að læra áður en það ger­ist og leyf­um ekki fjöl­miðlum að gera sér mat úr efni sem á ekk­ert er­indi upp á borð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins