fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Laganefnd Lögmannafélagsins segir dómsmálaráðuneytið ljúga til um samráð vegna uppreist æru

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. desember 2018 10:15

Sigríður Á. Andersen,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í greinargerð frumvarps dómsmálaráðherra um uppreist æru er tekið fram að samráð hafi verið haft við Lögmannafélag Íslands varðandi vinnslu frumvarpsins og fullyrt að við vinnslu þess hafi verið tekið tillit til umsagna sem um það bárust í samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Í umsögn laganefndar Lögmannafélagsins segir hinsvegar að þetta sé alrangt, frumvarpið stangist með beinum hætti á við fyrri umsögn laganefndar Lögmannafélagsins. RÚV greinir frá.

„Það væri fjarri öllu lagi að samráð hafi verið haft við félagið við vinnslu frumvarpsins eða að tekið hafi verið tillit til sjónarmiða þess. Þvert á móti væri gengið gegn tillögum félagsins í frumvarpinu og vegið að sjálfstæði lögmannastéttarinnar, ekki aðeins í tengslum við ákvörðun um veitingu málflutningsréttinda til aðila sem hlotið hefur refsidóm, heldur einnig í tilvikum þegar um veitingu réttinda er að ræða til aðila sem orðið hafa gjaldþrota. Frumvarpið stangast einnig með beinum hætti á við fyrri umsögn laganefndar félagsins, dags. 30. júlí 2018,“

segir í athugasemdum laganefndar Lögmannafélagsins.

Ekki meðmæli, aðeins umsögn

Laganefndin bendir einnig á að verði frumvarpið samþykkt, þurfi sýslumaður að leita umsagnar, en ekki meðmæla hjá Lögmannafélaginu þegar umsækjandi sem hlotið hefur refsidóm sækir um lögmannsréttindi. Þá er dómsmálaráðherra sagður ganga „ranglega“ út frá því að núgildandi fyrirkomulag um veitingu lögmannsréttinda brjóti gegn stjórnarskránni.

Er þar vísað til úrskurðar í máli Atla Helgasonar, sem dæmdur var fyrir morð. Sóttist hann eftir að fá lögmannsréttindi sín að afplánun lokinni, en fékk ekki, þar sem Lögmannafélagið taldi sig ófært um að veita honum meðmæli sín.

Þá fékk Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum, lögmannsréttindi sín, uppreist æru og óflekkað mannorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus