fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Snæbjörn svarar Brynjari að bragði: „Loksins hjólar einhver í mig“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæbjörn Brynjarsson, þingmaður Pírata, hefur svarað færslu Brynjars Níelssonar, sem Eyjan fjallaði um í dag. Þar sakaði Brynjar þingmann Pírata um hræsni, fyrir að gagnrýna Miðflokksþingmennina fjóra af Klaustur bar fyrir hegðun sína og orðfæri, en sjálfur skrifaði Snæbjörn frekar harðorða grein um dauða öldungadeildarþingmannsins John McCain í sumar, þar sem hann óskaði þess til dæmis að hann brynni í helvíti.

Brynjar sagði af því tilefni, að önnur siðferðisviðmið giltu um Pírata en aðra.

Ekki sambærilegt

Snæbjörn virðist þó kunna þessari athygli vel:

„Loksins hjólar einhver í mig, greinilega var erfitt fyrir einhvern að hlusta á ræðu mína í gær“

Þá nefnir Brynjar að ólíku sé saman að jafna:

„Það er ekkert sambærilegt við það að selja sendiráðsembætti fyrir greiða, að baktala samstarfsfólk, skrópa úr vinnu, opinbera ógeðslega fordóma, grafa undan samflokksfólki sínu og síðan safnast saman fjórir velefnaðir þingmenn (þar af einn milljónamæringur) í hópmálsókn gegn öryrkja.“

Að lokum segist Snæbjörn standa við hvert orð í grein sinni síðan í sumar:

„Allt sem ég skrifaði í grein minni um John McCain er satt og ég get skammlaust endurtekið þau orð, hvort sem ég væri edrú eða í glasi. Það er annað en hægt er að segja um mýsnar fjórar, vini þína sem læðast meðfram veggjum og þora ekki að horfa í augu samstarfsfólks eftir það sem þau hefðu betur látið ósagt og ógert.“

Sjá einnig: Brynjar sakar Snæbjörn Pírata um hræsni:„Önnur siðferðisviðmið gilda um þá en aðra“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins