fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Skúli Mogensen: „Að stofna og reka fyrirtæki er ekki beinn og breiður vegur, hvað þá flugfélag“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 13:55

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, stofnandi og eigandi WOW air, segir aðgerðirnar í dag, hvar nærri þriðjungi starfsmanna félagsins var sagt upp störfum, vera afar sársaukafullar. Hann segir þær þó nauðsynlegar til þess að koma fyrirtækinu aftur á réttan kjöl, en reksturinn hafi verið langt undir væntingum:

„Að stofna og reka fyrirtæki er ekki beinn og breiður vegur, hvað þá flugfélag. Ég er mjög stoltur af því sem við höfum áorkað hjá WOW air og þeim frábæra hópi sem hér vinnur. Það er hins vegar ljóst að við urðum að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að tryggja framtíð WOW air enda hefur reksturinn það sem af er ári verið langt undir væntingum. Slíkar aðgerðir eru mjög sársaukafullar sérstaklega þegar um er að ræða náið samstarfsfólk út um allt fyrirtækið sem hefur lagt hart að sér.“

WOW air sagði í dag upp 111 fastráðnum starfsmönnum, en á fjórða hundrað manns munu missa vinnuna og fer heildarfjöldi starfsmanna því úr um 1500 manns niður í um 1000 manns.

Skúli axlaði ábyrgð á mistökum í rekstri félagsins í yfirlýsingu í morgun, en í færslu á Facebook rétt í þessu, segist hann sannfærður um að tryggja framtíð félagsins með þessum uppsagnaraðgerðum:

„Ég væri ekki að ráðast í þessar aðgerðir nema ég væri sannfærður um að með þessu erum við að tryggja framtíð félagsins og koma okkur aftur á réttan kjöl sem mun gera okkur kleift að vaxa og dafna til lengri tíma litið. Með þessu munum við aftur fylgja upprunalegu stefnu okkar sem leiðandi lággjaldaflugfélag yfir hafið. Ég vil þakka okkar frábæra fólki bæði fyrrverandi og þeim tæplega 1000 sem munu starfa áfram hjá WOW air svo og stuðningi allra okkar farþega. Við munum halda baráttunni áfram! Takk kærlega.“

Sjá einnigFjöldauppsagnir hjá WOW í dag – 111 sagt upp og flugvélum fækkað

Sjá einnig: Sjáðu tölvupóst Skúla til starfsfólks WOW:„Ég get ekki kennt neinum öðrum en sjálfum mér um þessi mistök“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus