fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sanna Magdalena: „Áætlað að 202 börn búi í atvinnuhúsnæði“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 14:46

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segist hafa verið upplýst um það í borgarráði í dag að tæplega 1900 manns hafi verið með búsetu í ólöglegu atvinnuhúsnæði árið 2017 í höfuðborginni. Þar af væru 202 börn. Alls væri grunur um búsetu í atvinnuhúsnæði á 132 stöðum í Reykjavík, sem væri 74 prósenta aukning frá 2008.

„Af þessum gögnum má draga þá ályktun að margir einstaklingar og fjölskyldur séu í húsnæðisvanda og þurfi að leita í rými sem ekki eru skilgreind til búsetu,“

segir Sanna í bókun sinni.

Á fundi borgarráðs í dag voru gögn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu lögð fram, um kortlagningu á búsetu í atvinnuhúsnæði. Þar kemur fram að sökum hins mikla húsnæðisvanda sé mikil eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði, en þar sé óvíst hvort öryggi fólks sé tryggt þegar kemur að brunavörnum. Oftast sé það í lagi og það séu ekkert endilega verri brunavarnir í í ólöglegu atvinnuhúsnæði en í íbúðarhúsnæði.

„Það er þó ljóst að húsnæðisvandinn er mikill og að fólk leiti í rými sem eru ekki skilgreind til búsetu sem getur haft slæm áhrif á leigutaka, sé t.d. litið til þess hver eigi rétt á húsnæðisbótum en þær eru ekki greiddar ef leiguhúsnæði er ætlað til annarra nota en íbúðar eins og t.d. atvinnuhúsnæði,“

segir Sanna sem lagði til eftirfarandi bókun:

„Kortlagning slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á fjölda þeirra sem bjuggu í atvinnuhúsnæði árið 2017, gekk út frá skráðum eignum hjá SHS og farið var yfir staði þar sem sveitarfélögin höfðu vitneskju eða grun um að á væri búseta. Þá var farið yfir lögheimilisskráningar og skráð heimilisföng einstaklinga á Já.is og gengið var um götur á atvinnusvæðum til að kanna vísbendingar um búsetu. Slökkviliðsstjóri telur rétt að árétta að kortlagning eins og þessi geti aldrei verið jafn áreiðanleg og skoðun á öllum þeim stöðum sem tilgreindir eru og að rétt sé að líta á þessi gögn sem skráningu staða þar sem sterkar líkur eru á að búseta sé. Þá bendir hann einnig á að mikil eftirspurn sé eftir gistihúsnæði og margir því tilbúnir til þess að nýta atvinnuhúsnæði til búsetu. Í Reykjavík var grunur um búsetu í atvinnuhúsnæði á 132 stöðum eða 74% aukning frá árinu 2008. Mögulegur fjöldi íbúa í óleyfisbúsetu í Reykjavík árið 2017 var áætlaður 426 manns út frá Já.is og 1.449 með skráð lögheimili, þar af 202 börn. Af þessum gögnum má draga þá ályktun að margir einstaklingar og fjölskyldur séu í húsnæðisvanda og þurfi að leita í rými sem ekki eru skilgreind til búsetu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG