fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Jákvæð tekjuafkoma hins opinbera

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 13,9 milljarða króna árið 2017 eða sem nemur 0,5% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman jákvæð um 309,6 milljarða króna árið 2016 eða 12,4% af landsframleiðslu. Góð afkoma árið 2016 skýrist öðru fremur af 384,2 milljarða króna stöðugleikaframlagi frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja.

Tekjur hins opinbera námu um 1.146,5 milljörðum króna árið 2017. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 43,8% samanborið við 56,7% árið 2016. Útgjöld hins opinbera voru 1.132,6 milljarðar króna 2017 eða 43,3% af landsframleiðslu ársins samanborið við 44,3% árið 2016.

Skýringar: 192 ma. kr. yfirtaka ríkissjóðs 2008 á töpuðum kröfum Seðlabanka Íslands er meðtalin. Tekjur af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar 2016. Fjármagnstilfærsla ríkissjóðs til LSR upp á 105,1 ma.kr. er meðtalin 2016. Fjármagnstilfærsla sveitarfélaga til Brúar lífeyrissjóðs upp á 32,0 ma.kr. er meðtalin 2017.

Hrein peningaleg eign hins opinbera var neikvæð um 526 milljarða króna í árslok 2017 eða 20,1% af vergri landsframleiðslu. Hrein peningaleg eign hins opinbera hefur batnað um 326,1 milljarða króna frá því í árslok 2016. Peningalegar eignir námu 1.476,5 milljörðum króna og heildarskuldir 2.002,2 milljörðum króna í árslok 2017.

Út eru komin Hagtíðindi um fjármál hins opinbera árið 2017. Í því má finna talnalegt yfirlit um helstu þætti opinberra fjármála, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga. Áherslan er fyrst og fremst á hið opinbera en samsvarandi upplýsingar um undirgeira þess er að finna á vefsíðu Hagstofunnar.

 

Tekjuafkoman jákvæð um 1,8 milljarða á 3. ársfjórðungi 2018

Áætluð tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 1,8 milljarða króna á 3. ársfjórðungi 2018 eða sem nemur 0,2% af landsframleiðslu ársfjórðungsins. Á sama tíma árið 2017 var afkoman jákvæð um 3,9 milljarða króna. Heildartekjur hins opinbera jukust um 6,0% milli 3. ársfjórðungs 2017 og 2018 á sama tíma og heildarútgjöld jukust um 6,8%.

Skýringar: Tekjur af stöðugleikaframlagi upp á 384,2 ma.kr. eru meðtaldar á 1. ársfj. 2016. Fjármagnstilfærsla ríkissjóðs til LSR upp á 105,1 ma.kr. er meðtalin á 4. ársfj. 2016. Fjármagnstilfærsla sveitarfélaga til Brúar lífeyrissjóðs upp á 32,0 ma.kr. er meðtalin á 2. ársfj. 2017.

Út eru komin Hagtíðindi um fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2018. Í því má finna talnalegt yfirlit um helstu þætti opinberra fjármála, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga.

Fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi — Hagtíðindi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“