fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Airbnb í samstarf við yfirvöld: Gagnsætt ferli og betra eftirlit

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. desember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag mun bókunarvefurinn Airbnb opna fyrir notkun á nýjum reit fyrir notendur sína á Íslandi sem gerir þeim mögulegt að birta skráningarnúmer sitt á síðunni. Airbnb mun í nánu samstarfi við íslensk yfirvöld kynna ferlið við rafræna skráningu heimagistingar á Íslandi til að auðvelda notendum síðunnar að fylgja íslenskum reglum.  Þetta er áfanganiðurstaða yfirstandandi viðræðna Reykjavíkurborgar og Airbnb. Viðræður og samstarf þessara aðila miða að því að gera heimagistingu í Reykjavík eins ábyrga og mögulegt er og Reykjavík að betri stað fyrir bæði íbúa og þá sem vilja sækja borgina heim.

Þetta er í samræmi við nýlegar breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sem gerir einstaklingum heimilt að skrá heimili sín til heimagistingar.  Samkvæmt lögunum:

  • Geta einstaklingar leigt út tvær eignir og skal fjöldi útleigðra daga í báðum eignum ekki fara yfir 90 daga samanlagt á ári og samanlagðar tekjur af leigu eignanna ekki nema hærri fjárhæð en 2 milljónum króna.
  • Þurfa einstaklingar með heimagistingu ekki að fara í gegnum flókið ferli leyfisveitinga þar sem þess er aðeins krafist að viðkomandi skrái heimagistinguna rafrænt og birti skráningarnúmer sitt á vefsíðunni.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir:

„Reykjavíkurborg hefur átt í viðræðum við Airbnb á þessu ári þar sem snert hefur verið á ýmsum þáttum  heimagistingar þar sem gífurleg aukning ferðamanna hefur haft víðtæk áhrif á samfélagið í borginni.  Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að allt ferlið við heimagistingu sé gagnsætt, sýnilegt og upp á borðum og að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu geti auðveldlega haft eftirlit með og fylgt eftir gildandi ákvæðum laga um heimagistingu.  Þessi viðbót á heimasíðu Airbnb er einn áfangi af viðræðum okkar við fyrirtækið, en að sama skapi mjög mikilvægur.“

Pieter Guldemond, sviðstjóri hjá Airbnb, segir:

„Íslendingar hafa um árabil verið jákvæðir í garð heimagistingar sem er mikilvæg viðbót við þá gistimöguleika sem eru í boði fyrir ferðamenn. Við erum mjög ánægð með að geta komið til móts við óskir um að auðvelda gestgjöfum að leigja út heimili sín á ábyrgan hátt.  Með slíkri samvinnu getum við hjálpað fjölskyldum við að fylgja settum reglum, auka tekjumöguleika sína og styrkja þannig samfélagið með því að koma til móts við þá þörf sem er á fjölbreytilegu gistirými á Íslandi.“

[1] Einstaklingar sem leigja út heimili sín lengur en 90 daga þurfa að sækja um rekstrar- og starfsleyfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“