fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Vaknaðu Ísland!

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. desember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Júlían Dagsson ritar:

Tími til að vakna kæri Íslendingur. Þú ert sofandi. Steinsofandi. Ég ætla að vekja þig – því núna þurfum við öll að vakna. Hversu oft höfum við komið saman og barist fyrir breytingum?

Metoo varð til í krafti fjöldans. Saman gerðum við kröfu um NPA-samninga, að fatlað fólk gæti átt möguleika á lífsgæðum. Saman kröfðumst við þess að fá ódýrt leiguhúsnæði, við vildum öll afsögn spilltra stjórnmálamanna. Saman sögðum við að arður af auðlindunum okkar renni í ríkissjóð en ekki í bensín á bíla hjá þingmönnum.

Ég verð samt að spyrja: Hver er árangurinn? Árangur af Metoo?

Sigríður H. Andersen hefur aldeilis ekki sest niður með þolendum kynferðisofbeldis. Hún hefur heldur ekki innleitt viðurkenndar aðferðir við ransókn og meðhöndlun á kynferðisbrotum sem nágrannalönd okkar hafa innleitt og virka.

Árangur af NPA? Ríki og sveitarfélög hafa ekki tryggt að þeir sem þurfa notendastýrða persónulega aðstoð fái hana. Íbúðalánasjóður hefur ekki lagt pening inn í óhagnaðardrifin leigufélög, félög sem eru með það að markmiði að einstaklingar reka þúsundir íbúða – ekki til að græða heldur til að reka samfélagslega ábyrgt leigufélag. Íbúðalánasjóður hefur ekki tryggt neinu slíku félagi pening.

Spilltir stjórnmálamenn eru enn til staðar. Skýrsla GRECO um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki til umræðu á þingi. Við sinnum ekki réttri skráningu hagsmuna stjórnmálamanna, hvað þá reglum um skipun fólks í opinber embætti. Þeir sem nýta auðlindir landsins borga ekki nægjanlega til ríkisins til að hægt sé að reka innviði samfélagsins og lækka skatta á almenna borgara.

Fólkið í landinu nýtur ekki góðs af auðlindum okkar. Við getum ekki einu sinni rekið Landspítalann með sóma. Kjörtímabilið er hálfnað og enn er ekkert að frétta af innleiðingu nýrrar stjórnarskrár, þeirrar sem meirihluti landsmanna krefst.

Ný stjórnarskrá er lykillinn að breytingum í þessu samfélagi. En þeir sem eru við kjötkatlana þessa samfélags blása í herlúðra þegar við almenningur vill réttlæti.

Kæri Íslendingur. Nú er kominn tími til að vakna. Við köllum á breytingar. Stjórnarskráin sem við fengum að láni frá 18. aldar Danaveldi, þar til við myndum gera okkar eigin stjórnarskrá, er löngu orðinn ruslamatur.

Nú þurfum við að rísa upp og berjast fyrir réttlátara samfélagi. Tíminn er núna. Barnabörnin þín eiga skilið betra Ísland, betra samfélag, þar sem allir skipta máli.

Þórólfur Júlían Dagsson, formaður Pírata á Suðurnesjum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“