fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Eyjan

Sjáðu myndbandið: Inga veifaði seðlum á Alþingi og skoraði á þingmenn að gefa 181.000 kr. jólabónusinn

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 16:37

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skorar á þingmenn að gefa 181 þúsund króna jólabónusinn sinn til góðgerðarmála, máli sínu til stuðnings veifaði hún peningaseðlum í ræðustól Alþingis.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í síðustu viku að bónusinn væri of hár og lagði til að  þeir sem lifa á lífeyrislaunum fái þann jólabónus sem þingmenn fá og þingmenn fái þann jólabónus sem lífeyrisþegar fá. Hann og Inga lifðu á örorkulífeyri áður en þau settust á þing.

Sjá einnig: Guðmundur Ingi segist fá of háan jólabónus frá ríkinu

Inga sagði í umræðum um störf þingsins í dag að hún ætli að gefa sinn jólabónus til fátækra. „Hvað ætlum við að gefa þjóðinni okkar í jólagjöf?,“ spurði Inga þingmenn.

Hún sagði að kona frá góðgerðarsamtökum hefði haft samband við sig í morgun og sagði hún Ingu að til hennar hefðu leitað 120 manns sem þáðu gjafakort frá Bónus. „Hún sagði að það væri sárara en tárum taki að horfa á upp á hvað í rauninni eymdin hefur vaxið ótrúlega mikið á árinu 2018,“ sagði Inga.

Hún veifaði svo peningaseðlunum: „Ég veit hvað ég ætla að gefa í jólagjöf. Ég skal sýna ykkur það, háttvirtur forseti. Ég tók út jólabónusinn minn og ég skora á alla hér að gera slíkt hið sama. Því við höfum efni á því að kaupa gjafakort fyrir fátækt fólk og rétta það til góðgerðarsamtaka og ganga á undan með góðu fordæmi. Gleðileg jól.“

Heyra má svo þingmenn segja Heyr heyr!

Hér má sjá ræðu Ingu í heild sinni:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“