fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Met slegið í fjölda útkalla Landhelgisgæslunnar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. desember 2018 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa það sem af er ári farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands.

Flugdeildin hefur því sett enn eitt metið í fjölda útkalla. Allt árið í fyrra fóru loftför Landhelgisgæslunnar í 257 útköll en undanfarin ár hefur útköllunum fjölgað frá ári til árs.

Til samanburðar voru þau 160 árið 2011. Útköll fyrstu ellefu mánuði ársins 2018 eru því 65% fleiri en allt árið 2011.

Þá hafa útköll í hæsta forgangi verið rúmur þriðjungur allra útkalla ársins en tölurnar benda til þess að sjúkraflugi á land hafi fjölgað töluvert milli ára. Fjölgun útkalla loftfara Landhelgisgæslunnar hefur það í för með sér að löggæslu- og eftirlitsflug eru færri en oft áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt