fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Katrín Jakobsdóttir: „Hvað hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gert annað en að hækka skatta á almenn­ing?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. desember 2018 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dreifingu um alnetið fer nú sem eldur í sinu mynd sem sýnir fyrirhugaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar úr fjárlögum 2018. Eru skattahækkanirnar sagðar í boði forystu Sjálfstæðisflokksins, sem fer með fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Eru þær sagðar bætast við þær ríflega 50 skattahækkanir sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi lögfest síðan 2013.

Jæja-hópurinn hefur dreift myndinni, en hann hefur skipulagt ýmis mótmæli í gegnum tíðina.

Skattaflokkur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, virtist höggva í sama knérunn, á landsfundi VG í október 2017:

„Það þarf að  byggja upp inn­við­ina um land allt. Auka raf­orku­ör­yggi um allt land, bæta sam­göngur eða fjar­skipti. Við getum gert það og við eigum að gera það. Gerum bet­ur. Kæru vin­ir, hug­mynda­snauðir hægri­menn munu halda því fram að þetta sé ekki hægt; það sé bara ekki til nóg af pen­ing­um. Hvern­ig? segja þeir. Hver á að borga? Þarf ekki að hækka skatta á almenn­ing og fyr­ir­tæki til að standa undir þess­ari stefnu?

Og reyndar eru þeir þegar byrj­aðir með hræðslu­á­róður um skatta­hækk­anir vinstri­manna. Sjálfur skatta­flokk­ur­inn. Því hvað hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gert annað en að hækka skatta á almenn­ing? Eða var það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í félagi við Fram­sókn sem hækk­aði virð­is­auka­skatt á mat­væli á síð­asta kjör­tíma­bili? Er það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og fylgitungl hans sem boða nú veggjöld í massa­vís? Er það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sem ætl­aði að hækka virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu? Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn getur lítið sagt um aðra. Hann er skatta­flokk­ur. En við munum ekki hækka skatta á almenn­ing í land­inu heldur munum við reka sann­gjarna skatta­stefnu,“

sagði Katrín.

Athyglisvert er að Katrín nefnir veggjöldin sérstaklega, sem VG ályktaði gegn á landsfundi sínum. Nú veitir Katrín ríkisstjórn sem boðar veggjöld, forsæti.

Einhverjir hafa bent á að þrátt fyrir loforð Sjálfstæðisflokksins um lækkun skatta í aðdraganda kosninga, virðast skattarnir hinsvegar hækka eftir að flokkurinn kemst í ríkisstjórn.

Skattar hneigjast til hækkunar

Viðskiptaráð birti í febrúar yfirlit yfir allar skattabreytingar frá árinu 2007, þar sem fram kom að alls höfðu 267 skattabreytingar verið gerðar á þeim tíma, eða um um 24 breytingar á ári.

Alls 200 breytingar voru skattahækkanir, aðeins 67 voru skattalækkanir.

Meðal skattahækkana voru:

  • Fjármagnstekjuskattur  um 120%
  • Hækkun gjalda á bjór, létt- og sterkt vín á bilinu 104-108%
  • Tryggingagjald er enn 28% hærra en það var fyrir hrun
  • Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra hækkað um 77%

Um síðustu áramót gerðu stjórnvöld 22 breytingar á íslensku skattkerfi. 19 þeirra fólu í sér skattahækkanir en aðeins í þremur tilvikum voru skattar lækkaðir.

Skattar hafa því verið hækkaðir þrisvar sinnum fyrir hverja skattalækkun frá 2007.

Ágætlega var fjallað um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum í stjórnarsáttmálanum, en þar mátti lesa fyrirheit um sjö ólíkar skattalækkanir á móti tveimur til hækkunar.

„Þegar nýtt fjárlagafrumvarp var birt nú um síðustu áramót kom þó í ljós að staðið var við báðar breytingarnar sem boðaðar höfðu verið til hækkunar en einungis eina af sjö til lækkunar. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga ekki í neinum vandræðum með að standa við fyrirheit um skattahækkanir, en þegar kemur að skattalækkunum er einhver tregða til staðar,“

segir í umfjöllun Viðskiptaráðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus