fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Utanríkisráðuneytið greitt 127 milljónir króna fyrir ráðgjöf og sérverkefni á einu ári

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. desember 2018 12:00

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum fyrir um ári síðan, hefur utanríkisráðuneytið greitt alls 126,9 milljónir fyrir 40 verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnastjórn. Þetta kemur fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.

Hæsta greiðslan er 20,3 milljónir sem fór til almannatengslafyrirtækisins Burson-Marsteller, sem starfar í 110 löndum, en er með höfuðstöðvar í New York. Samningurinn við fyrirtækið var um ráðgjöf og þjónustu við ríkisstjórnina um orðspor Íslands erlendis, svo sem greiningarvinna, almannatengsl og fjölmiðlavöktun. Fyrirtækið hefur starfað talsvert fyrir íslenskt stjórnvöld frá árinu 2010 vegna Icesave deilunnar, makríldeilunnar, og annarra mála sem kafist hafa ráðgjafar.

Næsthæsta greiðslan er 11 milljónir, sem fór til ÍSOR vegna rannsókna og ráðgjafar vegna jarðhitaverkefnis í Austur-Afríku og ráðgjafar vegna verkefna Alþjóðabankans.

Þá fékk Geir Oddsson, sem var tímabundinn starfsmaður/ráðgjafi í Norðurlandamálum vegna formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2019, 9,6 milljónir fyrir sín störf.

Susan Martin fékk 7,2 milljónir vegna undirbúnings heræfingar, varnaræfingarinnar Trident Juncture 2018.

Þá fékk Magnús Jóhannesson 5,5 milljónir vegna ráðgjafar í Norðurslóðamálum.

Björn Bjarnason og starfshópur hans um kosti og galla EES-samningsins eru einnig á lista utanríkisráðuneytisins. Hinsvegar er ekki komin ákvörðun frá þóknunarnefnd um laun þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki