fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Styrmir um sölu ríkisbankanna: „Hvernig á að koma í veg fyrir að allt fari í sama farveg og áður?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. desember 2018 13:45

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir tíðarandann ekki ósvipaðan þeim sem uppi var fyrir 15 árum síðan, þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir. Hann segir að útgáfa  fjármála- og efnahagsráðuneytisins á Hvítbók um fjármálakerfið, innihaldi svipaðar hugmyndir og voru uppi í kringum aldamót:

„Nú er lagt til að Íslandsbanki verði seldur til erlends banka. Þá voru hugmyndir uppi um að fá erlendan banka inn á íslenzkan bankamarkað og alvarleg tilraun gerð til að finna slíkan aðila. Slíkur kaupandi var ekki finnanlegur þá, líklega vegna smæðarmarkaðarins hér. Nú er lögð áherzla á dreifða eignaraðild að bönkum. Slíkar hugmyndir voru líka uppi í aðdraganda einkavæðingar bankanna og settar fram fyrir um tveimur áratugum en frá þeim var horfið.

Nú er að hluta til komið til móts við hugmyndir um að skilja á milli viðskiptabanka og fjárfestingarbanka með því sem kallað er varnarlína um fjárfestingarbankastarfsemi. Þar er sennilega átt við það sem í Bretlandi er kallað „ringfencing“ og er eins konar millileið á milli þess sem var og algers banns. Loks er lagt til að selja hluta af Landsbankanum til einkaaðila, sem eru svipaðar hugmyndir og uppi hafa verið hin síðari ár.“

Styrmir segir einnig að vísbendingar séu uppi um hringamyndanir í viðskiptalífinu, líkt og var í upphafi nýrrar aldar:

„Í raun og veru má segja að þessar hugmyndir séu eins konar staðfesting á því að rétt hafi verið stefnt í upphafi fyrir tveimur áratugum. En hvernig á að koma í veg fyrir að allt fari í sama farveg og áður? Og á sama tíma eru vísbendingar um að nýjar hringamyndanir geti verið á ferð í viðskiptalífinu. Á að láta það afskiptalaust í ljósi fenginnar reynslu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus