fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Stórfellt fjárhagstjón

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. desember 2018 12:52

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar:

Fimmtudaginn 6. desember voru kveðnir upp tveir dómar í Hæstarétti, þar sem viðurkennd var skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. Dómarnir voru vel rökstuddir með einföldum og skýrum hætti. Ráðherra hafði farið út fyrir lagaheimildir sínar þegar hann úthlutaði kvótanum á árinu 2010.

Sú regla gildir í íslensku réttarkerfi að ráðherrar sækja valdheimildir sínar til settra laga. Þeir mega ekki gera annað við stjórnsýslu sína en það sem lögin heimila þeim. Niðurstaða réttarins byggði á þessari grunnreglu.

Þá er tekið í Morgunblaðinu viðtal við ráðherrann sem þarna var talinn hafa farið ranglega með vald sitt með því að virða ekki takmörk valdheimilda sinna þegar hann úthlutaði kvótanum. Hann segist vera ósammála dómunum. Einhver hefði þá haldið að hann vildi færa fram röksemdir til stuðnings þeirri afstöðu að hann hefði haft lagaheimildir til að gera það sem hann gerði. Hann vék hins vegar ekkert að þessu. Hann tefldi bara fram röksemdum um að honum hefði þótt skynsamlegt að úthluta kvótanum eins og hann gerði vegna atvika í mannlífinu á þeim tíma.

Það er lykilatriði að sitjandi ráðherrar skilji hvaða takmarkanir gilda við meðferð ráðherravalds. Slíkur skilningur virðist ekki hafa komið við sögu við ákvarðanir um úthlutun makrílkvóta á árinu 2010. Afleiðingin er sú að íslenska ríkinu og þar með skattgreiðendum þessa lands var valdið stórfelldu fjárhagstjóni með þessum ákvörðunum.

Þeir sem nú sitja í ráðherrastólum ættu að reyna að læra af þessu og forðast að beita valdi sínu án skýrra lagaheimilda.

Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus