fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sjáðu kortið: Svona gætir þú mögulega sloppið við vegatollana af höfuðborgarsvæðinu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. desember 2018 10:48

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samsett mynd/DV/ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegtollar verða innheimtir á öllum stofnbrautum frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins. Þetta mun gerast ef breytingartillaga við samgönguáætlun verður samþykkt á Alþingis, það gæti gerst fyrir lok vikunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti gegn vegtollum hér á landi þegar Jón Gunnarsson var samgönguráðherra. Nú þegar Sigurður Ingi er kominn í ráðuneytið telur hann þetta vera nauðsynlegt vegna þess að tekjur ríkisins af bensín- og dísilolíu munu fara hratt lækkandi næstu ár og þær tekjur muni þá ekki duga fyrir þeim vegaframkvæmdum sem almenningur vilji. Með því að taka upp vegatolla verði einnig hægt að flýta framkvæmdum.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Jón Gunnarsson er nú formaður umhverfis- og samgöngunefndar þar sem málið er nú til umfjöllunar. Jón sagði í samtali við DV þegar hann var samgönguráðherra að hann ætti ekki von á að gjaldið yrði hærra en 400 krónur og að starfshópurinn sem var þá að störfum hafi aðallega verið að skoða þrjár leiðir inn og út af höfuðborgarsvæðinu: „Það eru leiðirnar austur fyrir fjall að Selfossi, norður að Borgarnesi og suður að Keflavíkurflugvelli. Meginleiðirnar inn og út úr höfuðborgarsvæðinu á þessu svæði. Þar sem umferðin er mest og slysatíðnin hæst,“ sagði Jón við DV.

Þegar vegtollar voru til umræðu sumarið 2017 bjó Eyjan til tvö kort á mögulegum staðsetningum vegtollanna og leiðunum sem hægt væri að fara til að þess að sleppa við þau. Erlendis tíðkast það oftast að hægt sé að fara leiðir framhjá tollahliðum en svo virðist sem hér á landi verði ekki hugsað út í það.  Jón talaði um á sínum tíma að Krýsuvíkurleiðin yrði opin, þá yrði hægt að keyra framhjá hugsanlegu tollahliði til Suðurnesja og á Suðurland.

Rauðu punktarnir merkja tollahlið. Grænu línurnar merkja mögulegar leiðir fram hjá tollahliðunum.

Kort/ja.is

Ef svo fer að tollhliðin á austur- og norðurleiðinni verði handan afleggjaranna til Nesjavalla og Þingvalla þá bætast við fleiri möguleikar en að öllum líkindum verður þá aftur byrjað að rukka í Hvalfjarðargöng:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus