fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Landsbankinn hefur áhyggjur af því að of margar íbúðir verða byggðar á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. desember 2018 12:57

Mynd:DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hætta er á það verði offramboð á nýbyggðum íbúðum og það sé spurning hverjir eiga að kaupa allt það húsnæði sem sé á leið á markað. Þetta er mat hagfræðideildar Landsbankans sem kemur fram í Hagsjá bankans. Ekki kemur fram í Hagsjá hvað muni gerast ef of margar íbúðir verða byggðar.

Mikið hefur verið rætt um hátt húsnæðisverð hér á landi og neyð fólks að verða sér út um íbúð. Lausnir á húsnæðisskortinum var hluti af stefnuskrám flestra ef ekki allra stjórnmálaflokka fyrir síðustu þing- og sveitarstjórnarkosningar. Málið er nú á samningaborði verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda.

Staðan virðist ekki vera slæm miðað við Hagsjá Landsbankans, þar er vitnað í greiningu Capacent um fjölda íbúa í hverri íbúð, þar var talan 2,45 íbúi á hverja íbúð hér á landi en á bilinu 1,9 til 2,2 á hinum Norðurlöndunum. Telur Landsbankinn að þar sem húsnæði hér á landi sé almennt stórt þá sé varasamt að byggja ákvarðanir á slíkum samanburði.

Er einnig vitnað í tölur Capacent um að það þurfi að byggja 15 þúsund íbúðir á næstu árum og tölur Samtaka iðnaðarins um að það verði lokið við 4.300 íbúðir á þessu og næsta ári. Er það mat bankans að komandi framboðið hjálpi mikið við að leysa stöðuna við samningaborðið.

„Það er ekki ólíklegt að mikið framboð sé og verði á íbúðum sem fáir vilja og enn færri geta keypt. Á fyrstu 10 mánuðum þessa árs var meðalstærð nýrra seldra íbúða um 103 m2 og meðalverð á fermetra um 521 þús. kr. Verð fyrir meðalíbúð var því tæpar 54 m.kr. sem er töluvert hærri upphæð en margir ráða við,“ segir í Hagsjánni.

Ekki kemur fram í Hagsjá hvað muni gerast ef of margar íbúðir verða byggðar: „Miðað við þessa stöðu er ekki hægt að útiloka að á næstu árum verði offramboð á nýbyggðum íbúðum. Verði farið út í miklar nýbyggingar á húsnæði sem er talið henta til þess að leysa þau vandamál sem verið er að ræða í kjarasamningum stendur sú spurning eftir hverjir eigi að kaupa allt það húsnæði sem nú er á leið inn á markað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG