fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Kúvending hjá VG og Framsókn varðandi veggjöld

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. desember 2018 16:30

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samsett mynd/DV/ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, gerir ráð fyrir veggjöldum til að fjármagna ýmis verkefni Vegagerðarinnar. Um þetta er nú rætt og ritað og ekki allir á eitt sáttir, segja þetta skattpíningu og þaðan af verra.

Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins, skipaði starfshóp í sinni tíð sem lagði til að veggjöld yrðu tekin upp á helstu leiðum til og frá Reykjavík, til fjármögnunar á uppbyggingu helstu vega.

Sigurður Ingi sló þessar hugmyndir forvera síns í starfi um veggjöld og tollahlið strax út af borðinu í upphafi stjórnarsamstarfsins fyrir um ári síðan. Nú er hinsvegar komið annað hljóð í strokkinn, enda skipast veður skjótt í lofti í pólitík.

Þannig er samgönguáætlun formanns Framsóknarflokksins í algerri þversögn við ályktun Framsóknarflokksins frá því á landsþingi í mars síðastliðnum, þar sem kom skýrt fram að flokkurinn hafnaði tollhliðum á núverandi þjóðvegum.

Hún gengur einnig gegn ályktunum Vinstri grænna frá því í október í fyrra, þar sem hugmyndum um uppbyggingu grunnvegakerfis byggðum á vegatollum, er hafnað.

Jón Gunnarsson, sem sat í umhverfis- og samgöngunefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn, tók við formennsku nefndarinnar í kjölfar Klaustursmálsins, þegar Bergþór Ólason vék af þingi. Í kjölfarið lagði meirihluti nefndarinnar til breytingartillögu við samgönguáætlunina, þess efnis að vegtollar yrðu innheimtir á stofnbrautum frá Reykjavík og öllum jarðgöngum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt