fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Íslenska þjóðfylkingin lofar allskyns ógildingum, komist hún til áhrifa

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. desember 2018 15:19

Guðmundur Þorleifsson er formaður flokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslenska þjóðfylkingin mun þegar í stað, komist flokkurinn til áhrifa, draga til baka undirskrift Íslands að flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem núverandi ríkisstjórn hefir ákveðið að skrifa undir. Það er skoðun flokksins að þessi undirskrift sé ólögleg enda brjóti hún í bága við stjórnarskrá um fullveldi Íslands.“

Þetta segir í fréttatilkynningu frá Íslensku þjóðfylkingunni. Þar er ítrekað að komist flokkurinn til áhrifa, muni hann einnig segja upp Schengen samkomulaginu og endurskoða samninginn um EES þar sem samningarnir brjóti báðir í bága við stjórnarskrá Íslands, að mati flokksins.

Þá er tekið fram á heimasíðunni að komist flokkurinn til áhrifa, muni hann einnig ógilda þriðja orkupakka ESB, verði hann samþykktur af núverandi ríkisstjórn.

Stórhuga örflokkur

Ekki er tekið fram hvernig flokkurinn ætli að komast til áhrifa, en flokkurinn bauð ekki fram í síðustu Alþingiskosningum, þar sem í ljós kom að undirskriftir á meðmælendalistum voru falsaðar. Í kjölfarið var hætt við framboð.

Flokkurinn bauð ekki fram í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur árið 2016, sökum deilna innan flokksins. Hann hlaut 0,2% atkvæða í Alþingiskosningunum það ár.

Þá fékk hann alls 125 atkvæði, eða 0,2 prósent, í sveitarstjórnarkosningunum í maí síðastliðinn, í Reykjavík.

Íslenska þjóðfylkingin var stofnuð 2016, en Hægri grænir, sem buðu fram árið 2013, sameinuðust þá flokknum. Flokkurinn berst gegn fjölmenningu, moskum og hverskyns Evrópusamstarfi, með áherslu á verndun íslensks fullveldis og þjóðmenningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“