fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Gríðarlegar framkvæmdir ráðgerðar við nýjar stjórnarráðsbyggingar – úrslit hönnunarsamkeppni

Egill Helgason
Laugardaginn 8. desember 2018 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki farið hátt en um leið og tilkynnt var um úrslit í samkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðið þar sem þessi tillaga sigraði –

 

 

Að þá á sama tíma var tilkynnt um úrslit vegna framkvæmda á svokölluðum stjórnarráðsreit. Hann markast af Skúlagötu, Klapparstíg, Lindargötu og Ingólfsstræti. Þarna er ráðgert að fara í gríðarlegar byggingaframkvæmdir fyrir stjórnsýsluna, hugmyndin er að koma þarna fyrir öllum ráðuneytunum, einhverjum ríkisstofnunum, dómstólum – en þó ekki forsætisráðuneytinu. Mönnum finnst það til vinnandi að hafa það áfram í gamla Múrnum við Lækjargötuna – og byggja sérstaklega þar við.

Af þessu myndi náttúrlega vera ákveðið hagræði – líklega þægilegri samgangur milli ráðuneyta. En þetta eru auðvitað dýrar framkvæmdir – rándýrar. Á móti kemur að ríkið gæti losað um margar byggingar sem hafa verið notaðar undir ráðuneyti og stofnanir og væntanlega selt þær eða sagt upp leigu þegar þannig ber undir.

En lítum aðeins á verðlaunatillögurnar. Hér efst á síðunni er tillagan sem varð í fyrsta sæti. Höfundar eru T.ark Arkitektar og SP(R)INT Studio. Hér er svo götumynd úr tillögunni.

 

 

Þessi tillaga fékk svo 2. verðlaun, hún er eftir Nordic – Office of Architecture.

 

 

3.  verðlaun fengu Úrbanistan og Anna María Bogadóttir fyrir þessa tillögu.

 

 

Svo má sýna þessa tillögu sem fékk viðurkenningu en hún er eftir ASK arkitekta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn