fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Eyjan

Hringbraut sver af sér Róbert Trausta: „Efni pistla Róberts endurspegla ekki efnistök í dagskrá stöðvarinnar“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. desember 2018 17:29

Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi fréttastjóri Hringbrautar

Harðorður pistill Róberts Trausta Árnasonar, fyrrverandi sendiherra og forsetaritara, um Lilju Alfreðsdóttur sem birtur var á Hringbraut hefur vakið mikla athygli. Sagði Róbert Trausti að viðbrögð Lilju hefðu verið „æfð“ og „sviðssett“ og hún hafi skotið yfir markið er hún sagði sexmenninganna úr Klaustursupptökunum vera ofbeldismenn.

Sjá nánarRóbert segir Kastljósviðtal Lilju „æft“ og „sviðssett“:„Skaut yfir markið með ofbeldistali sínu“

Hringbraut birti í dag orðsendingu á Facebooksíðu sinni þar sem því var komið á framfæri að Róbert Trausti væri sjálfstæður pistlahöfundur og að viðhorf hans endurspegluðu ekki efnistök stöðvarinnar:

„Vert að undirstrika að Róbert Trausti Árnason fyrrverandi sendiherra (rtá) er sjálfstæður pistlahöfundur á vef Hringbrautar og hefur enga aðkomu að frétta-og umræðuþættinum 21 né öðrum þáttum stöðvarinnar. Efni pistla Róberts endurspegla ekki efnistök í dagskrá stöðvarinnar. Sama á við um pistla á vefsíðu Hringbrautar undir heitinu Náttfari og Dagfari.“

Í samtali við Eyjuna staðfesti Róbert að hann hefði hætt sem fréttastjóri Hringbrautar á síðasta ári vegna persónulegra ástæðna, en hann var kynntur sem fréttastjóri Hringbrautar í desember 2016.

Í tilkynningunni sagði um starfsferil Róberts:

„Róbert Trausti er stúdent frá MR, lauk BA gráðu frá HÍ í stjórnmálafræði og MA gráðu frá Queen´s háskóalnum í Kanada í alþjóðasamskiptum. Róbert Trausti starfaði á fréttastofu RÚV sem þulur og fréttalesari á námsárum. Hann var við störf hjá Atlantshafsbandalaginu í aðalstöðvum þess í Belgíu áður en hann tók til starfa hjá utanríkisþjónustu Íslands þar sem hann gegndi stöðu skrifstofustjóra Varnarmálaskrifstofu, var ráðuneytisstjóri og sendiherra Íslands í Danmörku, Tyrklandi, Litháen og Bosníu-Herzegovínu. Róbert Trausti var forsetaritari um tíma en tók við starfi forstjóra Keflavíkurverktaka árið 2000. Síðustu 9 ár hefur Róbert Trausti starfað hjá Samtökum atvinnulífsins sem verkefnastjóri Evrópumála með aðsetur í Brussel og Reykjavík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Brynjar um sendiherradraum Gunnars Braga: „Hann er búinn að sækjast eftir þessu mjög lengi“

Brynjar um sendiherradraum Gunnars Braga: „Hann er búinn að sækjast eftir þessu mjög lengi“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum
Frestur liðinn
Eyjan
Í gær

Gríðarlegar framkvæmdir ráðgerðar við nýjar stjórnarráðsbyggingar – úrslit hönnunarsamkeppni

Gríðarlegar framkvæmdir ráðgerðar við nýjar stjórnarráðsbyggingar – úrslit hönnunarsamkeppni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ögmundur efast um að leyniupptakan hafi átt erindi í fjölmiðla – „Engum hefur þetta gert gott“

Ögmundur efast um að leyniupptakan hafi átt erindi í fjölmiðla – „Engum hefur þetta gert gott“