fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Þórður Snær hakkar Sigmund Davíð í sig – Stuðningsmenn eins og „fylgismenn trúarleiðtoga í vakningarkirkju“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. desember 2018 14:30

Þórður Snær Júlíusson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun aldrei hætta í stjórnmálum og mun aldrei segja af sér þingmennsku. Þetta er mat Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans. Í leiðara vefritsins í dag líkir hann einnig stuðningsmönnum Sigmundar við fylgismönnum „trú­ar­leið­toga í vakn­ing­ar­kirkju.“

Þórður rifjar upp Panamaskjölin, sem hann kallar stærsti póli­tíska skandal Íslands­sög­unn­ar. Líkt og flestir muna sagði Sigmundur af sér sem forsætisráðherra í kjölfarið og fór í frí áður en honum var velt úr sessi í Framsóknarflokknum. „ Sig­mundur Davíð stofn­aði mál­funda­fé­lag áhuga­manna um sig sjálfan sem hitt­ist reglu­lega til að hylla leið­tog­ann, en var aug­ljós­lega ekki lík­legt til póli­tískra stór­ræða.“

Síðan hafi Sigmundur fengið póli­tíska líf­gjöf þegar ríkisstjórnin sprakk 2017: „Mið­flokk­ur­inn fór í kosn­ingar með ákaf­lega veika mál­efna­stöðu og illa útfærð lýð­skrumslof­orð um að gefa fólki hluti í bönkum sem það átti nú þegar sem helsta kosn­inga­lof­orð. En þrátt fyrir að Sig­mundur Davíð hefði verið opin­ber­aður í Pana­ma-skjöl­un­um, að fyrir lægi að hann hefði verið kröfu­hafi á meðan að hann samdi við kröfu­hafa, að hann hefði ekki greitt skatta í sam­ræmi við lög og reglur og að hann hefði varla mætt í vinn­una mán­uðum saman þá vann Sig­mundur Davíð kosn­inga­sig­ur. Flokkur hans, Mið­flokk­ur­inn, fékk mesta fylgi sem nýr flokkur hefur nokkru sinni náð í þing­kosn­ingum á Íslandi.“

Þórður Snær segir endurkomuna hafa verið glæsilega: „Hóp­ur­inn í kringum hann þétt­ist og þétt­ist og líkt­ist frekar fylg­is­mönnum trú­ar­leið­toga í vakn­ing­ar­kirkju en fólk sem starf­aði í hug­mynda­fræði­lega ígrund­uðum stjórn­mála­flokki sem vildi bæta sam­fé­lag manna.“ Hann bætir við: „Öll stefna var nægi­lega óljós til að hægt væri að túlka hana að vild. Mark­hóp­ur­inn var hið hrædda Ísland. Hóp­arnir sem töldu alþjóða­væð­ing­una hafa skilið sig eftir og vildu fá gamla Íslandið sitt aft­ur. Fólk sem hræð­ist útlend­inga. Evr­ópu­sam­band­ið. Minni­hluta­hópa. Tækni­væð­ing­una.“

Þórður segir um pólitík Sigmundar og Miðflokksins: „Öll póli­tíkin var fleygapóli­tík. Sem leggur áherslu á að sundra. Stilla hópum upp gagn­vart hvorum öðr­um. Og ráð­ast svo á hinn hóp­inn sem land­ráða­menn. Ef þú ert ekki með Sig­mundi Davíð þá ertu óvinur okk­ar, var stra­tegía Mið­flokks­ins.“

Þórður vitnar svo í upptökurnar af Klaustur Bar: „Fólkið sem safn­að­ist í kringum Sig­mund Davíð til­bað hann. Og flest gerir það enn­þá. Á Klaust­ur­bars­upp­tök­unum segir Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­maður Mið­flokks­ins, til að mynda:  „Þú ert svo góður maður Sig­mund­ur.“ Gunnar Bragi Sveins­son, þing­flokks­for­maður Mið­flokks­ins, tekur við og seg­ir: „Það er þinn versti löstur hvað þú ert allt of góður mað­ur.“

Segja má að Þórður Snær hakki Sigmund í sig með því að segja Sigmund vera: „Kvenhatara“, „pólitískan hrossakaupmann“, „ofbeldismann“, „mann sem sé ófær um að taka ábyrgð“ og „mann sem tali í hálfkveðnum vísum um samsæri.“

Þórður segir að lokum að ef þingheimi takist ekki að skýla fórnarlömbum ofbeldismanns frá því að deila með þeim  þing- og nefnd­ar­fundum þá sé Ísland komið á þann stað að það megi gera nánast hvað sem er: „ Það má mis­fara með opin­bert fé, eiga pen­inga í skatta­skjól­um, sleppa því að borga skatt og brjóta lög úr ráð­herra­stól. Það má leyna almenn­ing og fjöl­miðla upp­lýs­ingum og hóta nafn­greindum fjöl­miðlum lög­sóknum í aðdrag­anda kosn­inga. Það má svindla í kosn­ing­um. Og nú kemur í ljós hvort það megi atyrða og nið­ur­lægja nafn­greint fólk án afleið­inga.

Á þá nið­ur­stöðu treystir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son. Að stjórn­málin verði dregin niður í hans svað í stað þess að hann stígi frá til að gefa þeim tæki­færi til að batna.

Sig­mundur Davíð mun nefni­lega ekki hætta í stjórn­málum né á þingi. Það er ómögu­legt. Per­sónu­leik­inn og sjálfs­á­litið leyfa það ekki.

Mið­flokk­ur­inn yrði sömu­leiðis örendur strax, enda ekki hægt að halda sól­kerfi gang­andi ef sól þess er fjar­lægð.

Þannig er stað­an. Og við skulum öll fara að venj­ast henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma