fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Eyjan

Styrmir um fylgistap Sjálfstæðisflokksins: „Pólitískt afrek að hafa haldið flokknum í ríkisstjórn“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. desember 2018 20:00

Styrmir Gunnarsson

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefur áhyggjur af fylgistapi Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt könnun Maskínu er Samfylkingin orðinn stærsti flokkur landsins, með 19,7 prósenta fylgi, ef gengið yrði til kosninga nú. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 19,3 prósent.

Sjá nánar: Klaustursflokkarnir ná ekki inn manni – Samfylkingin mælist stærst

Styrmir segir það pólitískt „afrek“ að Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að halda sig í ríkisstjórn svo lengi:

„Þegar 10 ár eru liðin frá Hruni er staðfest í kosningum og könnunum, að staða Sjálfstæðisflokksins meðal þjóðarinnar er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Varanlegt fylgistap virðist vera um þriðjungur að lágmarki. Auðvitað kemur þar líka við sögu klofningur vegna ESB með stofnun Viðreisnar. Miðað við þessar aðstæður er það út af fyrir sig pólitískt afrek að hafa haldið flokknum í ríkisstjórn frá 2013.“

Styrmir vitnar þó til könnunar Fréttablaðsins í gær. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þar með 21,4 prósent og kemur Samfylkingin næst með 20,8 prósent.

Styrmir hefur þó litlar áhyggjur af Miðflokknum í bili, sem nær ekki manni inn eftir að Klaustursmálið komst upp. En hann kallar eftir umræðum innan SJálfstæðisflokksins vegna fylgisins:

 „Jafnframt sýnir hún að Samfylkingin er að nálgast Sjálfstæðisflokkinn óþægilega í fylgi. Hins vegar eru meiri líkur en minni á því að hættan á samkeppni af hálfu Miðflokksins sé úr sögunni, alla vega í náinni framtíð. Kallar þessi staða ekki á umræður innan Sjálfstæðisflokksins? Er ekki ástæða til að almennir flokksmenn ræði þessa stöðu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Frestur liðinn

Frestur liðinn
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Katrín leggur til að forritun verði kennd í grunnskólum

Katrín leggur til að forritun verði kennd í grunnskólum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn ósáttur við sinn gamla vinnustað: „Morgunblaðið hefur tekið sér stöðu sem sérstakt málgagn ríkisstjórnarinnar“

Þorsteinn ósáttur við sinn gamla vinnustað: „Morgunblaðið hefur tekið sér stöðu sem sérstakt málgagn ríkisstjórnarinnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Katrín um samþykkt fjárlaga: „Stundum fundist of mikill tími í stjórnmálum fara í að ræða peninga í stað þess að ræða málefnin“

Katrín um samþykkt fjárlaga: „Stundum fundist of mikill tími í stjórnmálum fara í að ræða peninga í stað þess að ræða málefnin“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Oddviti segir sig úr Miðflokknum vegna Klaustursmálsins: „Ég persónulega og við öll höfum skaðast“

Oddviti segir sig úr Miðflokknum vegna Klaustursmálsins: „Ég persónulega og við öll höfum skaðast“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Róbert segir Kastljósviðtal Lilju „æft“ og „sviðssett“: „Skaut yfir markið með ofbeldistali sínu“

Róbert segir Kastljósviðtal Lilju „æft“ og „sviðssett“: „Skaut yfir markið með ofbeldistali sínu“