fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Spáir 17% fækkun ferðamanna í desember útfrá Google rannsókn

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. desember 2018 09:24

Samsett mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt greiningu markaðsrannsóknar fyrirtækisins Svartagaldurs, var áhugi ferðamanna á Íslandi 17 prósent minni í október árið 2018 en á sama tíma á síðasta ári. Rannsóknin var gerð út frá leitarhegðun á enskum ferðatengdum frösum í tengslum við Ísland á Google leitarvélinni, en alls 480 þúsund leitir voru gerðar í fyrra, en aðeins 397 þúsund í ár. Viðskiptamogginn greinir frá.

Þór Matthíasson, þróunarstjóri Svartagaldurs, segir um skarpan samdrátt að ræða:

„Þetta eru samanlagðar niðurstöður þar sem ég byggi á um 1.300 mismunandi enskum ferðatengdum frösum sem fólk um allan heim notar þegar það er að leita að ferðatengdum hlutum í tengslum við Ísland. Sem dæmi þá var tæplega 10% aukning í leit að Íslandsferðum á milli september og október á síðasta ári. Nú í ár er um tæplega sex prósent samdrátt að ræða,“

segir Þór og nefnir að áhugavert verði að sjá hvernig desember komi út.

Hann segir að forspárgildi talnanna hafi reynst mikið þegar undanfarin ár eru rannsökuð útfrá leitum ferðamanna á Google og rauntölum heimsókna ferðamanna hingað til lands, en þó með þeim fyrirvara að gögn Google séu röng:

„Við sjáum svo til samanburðar í tölum ISAVIA að komum Bandaríkjamanna hingað til lands fjölgaði í svipuðu hlutfalli. Á meðan 41% aukning varð í Googleleitum bandarískra ferðamanna fyrstu 10 mánuði ársins 2017 borið saman við 2016, þá var 43% fjölgun bandarískra ferðamanna til landsins. Sama má segja um árið í ár þar sem leitir Bandaríkjamanna aukast um 18% og fjölgun ferðamanna er 22%.“

Þrír vinsælustu atburðirnir sem leitað var eftir á Google tengdum Íslandi voru eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010, þátttaka íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi, sem og þátttaka þess á HM í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“