fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Eyjan

Kæra skyndilagabreytinguna til ESA

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 13:15

Mynd úr safni.

Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi, Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF), umhverfissjóðurinn Icelandic Wildlife Fund, Landssamband veiðifélaga og Stangaveiðifélag Reykjavíkur, hafa ásamt sex eigendum laxveiðiréttar sent kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna nýlegrar skyndilagabreytingar á lögum um fiskeldi. Lögin voru sett í tilefni af ógildingu fjögurra laxeldisleyfa á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.

Einnig er kvartað yfir nýútgefnum bráðabirgðarekstrarleyfum sjávarútvegsráðherra og nýveittum undanþágum umhverfisráðherra fyrir sömu starfsemi. Að mati kærendanna eru bæði lögin og framkvæmd þeirra skýrt brot á rétti umhverfisverndarsamtaka til að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstól eða annan óháðan og sjálfstæðan úrskurðaraðila – og ekki síður á rétti almennings til þátttöku í málum sem varða umhverfið. Að baki kærenda (að meðtalinni nýlegri kæru Landverndar út af sama máli) standa meira en 15.000 manns.

Leyfi fyrir þauleldi á laxi í opnum sjókvíum í Tálknafirði og Patreksfirði voru fyrir tveimur mánuðum öll ógilt með úrskurðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í fjórum kærumálum. Umhverfismat fyrir starfsemina fékk falleinkunn nefndarinnar, þar sem aðeins einn valkostur var skoðaður. Að skoða mismunandi valkosti er einn af lykilþáttum í ákvörðunum um hvort leyfa á starfsemi sem skaðar umhverfið.

Stjórnarfrumvarp, sem sjávarútvegsráðherra lagði fram á Alþingi 9. október síðastliðinn og Alþingi afgreiddi sem lög samdægurs, miðaði að því að gera að engu úrskurði hinnar sjálfstæðu og óháðu úrskurðarnefndar. Lögin og framkvæmd þeirra kemur í veg fyrir að fjórir úrskurðir  nefndarinnar haldi gildi og kippir kærurétti umhverfisverndarsamtaka og annarra samtaka almennings úr sambandi. Þetta er að mati kærendanna brot á EES-samningnum. Engin raunveruleg skoðun fór fram á þessu við undirbúning lagasetningarinnar og Alþingi leitaði ekki sjónarmiða almennings, umhverfisverndarsamtaka eða utanaðkomandi sérfræðinga við meðferð lagafrumvarps sem varðar umhverfið.

„Við ákváðum strax að leita til ESA með þetta mál. Við teljum einsýnt að ESA og EFTA dómstóllinn munu ekki líða brot á reglum sem varða þátttökurétt almennings í umhverfismálum og rétti umhverfisverndarsamtaka til að fá úrlausn dómstóls eða úrskurðaraðila“,

segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Kærendur hafa í undirbúningi aðra kvörtun, til eftirlitsnefndar með framkvæmd Árósasamningsins, þá fyrstu sem send yrði þeirri nefnd frá Íslandi. Fram kom í umræðum á Alþingi, að sá ráðgjafi sem kallaður var til sjávarútvegsráðuneytisins við undirbúning lagasetningarinnar hafði fyrirvara á því að hún samræmdist skuldbindingum Íslands samkvæmt þessum alþjóðasamningi á sviði umhverfismála.  Sú staðreynd að lög eru á dagparti sett beinlínis til höfuðs úrskurðum óháðrar úrskurðarnefndar án nokkurrar aðkomu almennings, sýnir að mati kærenda hversu lítils stjórnvöld meta lýðræðislegt hlutverk umhverfisverndarsamtaka og skuldindingar sínar gagnvart grundvallarstoðum Árósarsamningsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi hundsa fundarboð um sendiherramálið – Málið tekið af dagskrá

Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi hundsa fundarboð um sendiherramálið – Málið tekið af dagskrá
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

5,7 milljarða gjaldþrot félags í eigu forstjóra Kviku banka hf.: „Ég er ekki að flýja neinar skuldir eða eitthvað svoleiðis“

5,7 milljarða gjaldþrot félags í eigu forstjóra Kviku banka hf.: „Ég er ekki að flýja neinar skuldir eða eitthvað svoleiðis“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Miðflokksþingmenn fengu sér lögmann og kröfðust úrræða frá Persónuvernd

Miðflokksþingmenn fengu sér lögmann og kröfðust úrræða frá Persónuvernd
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Georg Bjarnfreðarson snýr aftur í auglýsingu frá VR – Sjáðu myndbandið

Georg Bjarnfreðarson snýr aftur í auglýsingu frá VR – Sjáðu myndbandið