fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Eyjan

Innflytjendum fjölgar á Íslandi – Pólverjar fjölmennastir

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 17:30

Þeir bættu 'SON' fyrir aftan nöfnin sín á treyjunum til að vera eins og íslendingar. Eru frá Frakklandi og að ferðast um Ísland í eina viku. Splæstu í íslenskar treyjur og ætla að horfa á leikinn á Ingólfstorgi.

Hinn 1. janúar 2018 voru 43.736 innflytjendur á Íslandi eða 12,6% mannfjöldans. Það er fjölgun frá því í fyrra þegar þeir voru 10,6% landsmanna (35.997). Fjölgun innflytjenda heldur því áfram en frá árinu 2012 hefur þeim fjölgað úr því að vera 8,0% mannfjöldans upp í 12,6%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Annarri kynslóð innflytjenda fjölgaði einnig á milli ára, voru 4.473 í fyrra en 4.861 nú. Samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 13,9% af mannfjöldanum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega milli ára, voru 6,8% mannfjöldans í fyrra en 6,9% nú.

Innflytjandi er einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar og ömmur. Önnur kynslóð innflytjenda eru einstaklingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem báðir eru innflytjendur. Fólk er talið hafa erlendan bakgrunn ef annað foreldrið er erlent. Einstaklingur sem fæddist erlendis en á foreldra sem báðir eru fæddir hér á landi telst einnig hafa erlendan bakgrunn.

 

Mannfjöldi eftir bakgrunni 1996–2018

Pólverjar fjölmennastir innflytjenda
Eins og síðustu ár eru Pólverjar lang fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Hinn 1. janúar síðastliðinn voru 16.970 einstaklingar frá Póllandi eða 38,8% allra innflytjenda. Þar á eftir koma innflytjendur frá Litháen (5,5%) og Filippseyjum (4,0%). Pólskir karlar eru 42,2% allra karlkyns innflytjenda eða 10.037 af 23.775. Litháískir karlar eru næst fjölmennastir (6,2%) og síðan karlar með uppruna frá Lettlandi (3,5%). Pólskar konur eru 34,7% kvenkyns innflytjenda og næst á eftir þeim eru konur frá Filippseyjum (5,9%), þá konur frá Litháen (4,8%).

Á Suðurnesjum eru 23% mannfjöldans innflytjendur
Hinn 1. janúar síðastliðinn bjuggu 30.856 fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjendur á höfuðborgarsvæðinu eða 63,5% allra innflytjenda á landinu. Hlutfall innflytjenda af mannfjölda var mest á Suðurnesjum en þar voru 23,3% innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð. Næsthæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem 17,6% mannfjöldans voru innflytjendur eða börn þeirra. Lægst er hlutfallið á Norðurlandi vestra en þar voru 6,6% mannfjöldans innflytjendur eða börn þeirra.

Hlutfall innflytjenda, fyrstu og annar kynslóðar, eftir landsvæðum 2018

 

637 einstaklingar fengu íslenskt ríkisfang árið 2017
Í fyrra fengu 637 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt og er það nokkur fækkun frá fyrra ári þegar 703 einstaklingar fengu íslenskt ríkisfang. Af þeim 637 einstaklingum sem fengu íslenskt ríkisfang höfðu langflestir áður verið með ríkisfang frá Póllandi eða 223 og næst flestir verið með ríkisfang frá Filippseyjum (41). Árið 1991 fengu fleiri karlar en konur íslenskt ríkisfang en á hverju ári eftir það hafa konur verið í meirihluta nýrra íslenskra ríkisborgara. Það átti einnig við í fyrra þegar 377 konur fengu íslenskan ríkisborgararétt en 260 karlar.

Veiting íslenska ríkisfangs etir kyni 1991-2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi hundsa fundarboð um sendiherramálið – Málið tekið af dagskrá

Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi hundsa fundarboð um sendiherramálið – Málið tekið af dagskrá
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

5,7 milljarða gjaldþrot félags í eigu forstjóra Kviku banka hf.: „Ég er ekki að flýja neinar skuldir eða eitthvað svoleiðis“

5,7 milljarða gjaldþrot félags í eigu forstjóra Kviku banka hf.: „Ég er ekki að flýja neinar skuldir eða eitthvað svoleiðis“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Miðflokksþingmenn fengu sér lögmann og kröfðust úrræða frá Persónuvernd

Miðflokksþingmenn fengu sér lögmann og kröfðust úrræða frá Persónuvernd
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Georg Bjarnfreðarson snýr aftur í auglýsingu frá VR – Sjáðu myndbandið

Georg Bjarnfreðarson snýr aftur í auglýsingu frá VR – Sjáðu myndbandið