fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Meirihluti landsmanna hlynntur verkföllum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. desember 2018 13:23

Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur verið herská í orðavali sínu fyrir komandi kjarasamninga og talar um stríð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nærri þrír af hverjum fjórum (74%) telja aðstæður á vinnumarkaði vera með þeim hætti að réttlætanlegt sé fyrir ákveðnar stafsstéttir að beita verkfalli til að ýta á um bætt starfskjör og meirihluti (59%) er tilbúinn að taka þátt í verkfalli til að bæta starfskjör sín og/eða annarra. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 15.-21. nóvember 2018.

Alls kváðust 13% svarenda óvissir um hvort að verkföll væru réttlætanleg aðferð til að ýta á um bætt starfskjör. Þá kváðu 15% spurninguna um hvort þau væru tilbúin að taka þátt í verkfalli til að bæta starfskjör sín ekki eiga við aðstæður sínar á vinnumarkaði.

Munur eftir lýðfræðihópum

Konur (81%) reyndust líklegri en karlar (68%) til að segja aðstæður á vinnumarkaði vera með þeim hætti að réttlætanlegt sé fyrir ákveðnar starfsstéttir að beita verkfalli á næstu misserum til að ýta á um bætt starfskjör. Jákvæðni gagnvart réttlætanleika verkfalla fór minnkandi með auknum aldri en 84% svarenda á aldrinum 18-29 ára sagði aðstæður með þeim hætti að verkföll væru réttlætanleg, samanborið við 75% þeirra 30-49 ára, 70% þeirra 50-67 ára og 56% þeirra 68 ára og eldri.

Svarendur á landsbyggðinni (77%) reyndust líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins (70%) til að segjast telja verkföll réttlætanleg. Þá voru svarendur sem lokið höfðu skólagöngu sinni eftir grunnskólanám (81%) líklegri en aðrir til að telja verkföll réttlætanleg miðað við aðstæður á vinnumarkaði. Stjórnendur og æðstu embættismenn reyndust líklegastir allra starfsstétta til að vera mótfallin verkfallsaðgerðum en einungis 37% þeirra sögðu þau réttlætanleg í kjarabaráttu starfsstétta. Námsmenn reyndust hins vegar líklegastir til að vera fylgjandi eða 84%. Þá voru þeir tekjuhæstu (66%) ólíklegri en aðrir til að vera segja verkföll réttlætanleg.

Konur líklegri en karlar

Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Flokks fólksins (97%) og Pírata (96%) reyndist líklegast til að segja verkföll réttlætanleg miðað við aðstæður á vinnumarkaði en stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks (29%) og Miðflokks (61%) reyndust ólíklegust til að telja notkun verkfalla réttlætanlega í kjarabaráttu starfsstétta.

Konur (66%) voru einnig líklegri en karlar (54%) til að segjast tilbúnar til að taka þátt í verkfalli á næstu misserum til að bæta starfskjör sín og/eða annarra. Yngri svarendur voru líklegri til að segjast tilbúnir að taka þátt í verkfalli en þeir eldri en 65% svarenda í yngsta aldurshópi (18-29 ára) kváðust tilbúin að taka þátt í verkfalli, samanborið við 60% þeirra 30-49 ára, 54% þeirra 50-67 ára og 47% 68 ára og eldri.

Svarendur búsettir á landsbyggðinni (65%) reyndust líklegri til að segjast tilbúnir að taka þátt í verkfalli heldur en þeir búsettir á höfuðborgarsvæðinu (55%). Þegar litið er til stöðu á vinnumarkaði voru námsmenn (72%), bændur, sjó-, iðn-, véla og verkafólk (66%) og þjónustu-, skrifstofufólk og tæknar (64%) líklegastir allra til að segjast tilbúnir þátttöku í verkfallsaðgerðum en stjórnendur og æðstu embættismenn (21%) ólíklegastir. Fjöldi þeirra sem kváðust reiðubúin að fara í verkfall til að bæta starfskjör sín og annarra fór minnkandi með aukinni menntun og heimilistekjum. Þá minnkuðu líkur á að svarendur voru tilbúnir að ganga til verkfalls samhliða aukinni menntun og tekjum.

Stuðningsfólk Flokks fólksins (94%) voru líklegust allra til að segjast tilbúin að taka þátt í verkfalli til að bæta starfskjör sín og/eða annarra en stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks (22%), Viðreisnar (44%) og Framsóknarflokks (49%) reyndust ólíklegust.

 

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 928 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 15. til 21. nóvember 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus