fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Hjörleifur: „Aldrei fyrr orðið vitni að því að konur gætu haldið kjafti í 4 klukkustundir samfleytt“ – Dónaskap svarað

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. desember 2018 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef aldrei fyrr á langri ævi orðið vitni að því að konur gætu haldið kjafti í 4 klst. samfleytt,“ segir Akureyringurinn Hjörleifur Hallgríms. Óhætt er að segja að grein sem Hjörleifur skrifaði í Vikudag hafi vakið athygli en þar finnur hann bæjarfulltrúum Akureyrar allt til foráttu.

Minnst einn bæjarfulltrúi, Sóley Björk Stefánsdóttir, hefur svarað skrifum Hjörleifs á opinberum vettvangi.

Vill reisa fjórar litlar íbúðir

Greinin eftir Hjörleif birtist í Vikudegi þann 22. nóvember síðastliðinn en tilefni skrifa hans var óánægja hans með bæjarstjórn Akureyrar. Hjörleifur á fyrirtæki sem er eigandi að byggingalóð í bænum þar sem gamla Hótel Akureyri stóð. Samkvæmt núgildandi skipulagi má reisa 117 fermetra hús á tveimur hæðum með risi og kjallara á lóðinni en Hjörleifur hefur barist fyrir því að fá að byggja 4 íbúðir, 40-50 fermetrar að stærð, á lóðinni.

Það hefur ekki gengið þrautarlaust fyrir sig en til að gera langa sögu stutta úrskurðaði Úrskurnarnefnd Umhverfis- og auðlindamála nýlega að bæjarstjórn Akureyri ætti að taka umsókn Hjörleifs um breytingu á deiliskipulagi til efnislegrar afgreiðslu. Það var svo þann 6. nóvember að Hjörleifur mætti á bæjarstjórnarfund enda var mál hans tekið til umræðu þann dag.

Kallar bæjarfulltrúa aumingja

„Tveir bæjarfulltrúannna, þau Hlynur Jóhannsson Miðflokki og Sóley Björk VG, greiddu atkvæði mér í vil og færðu góð rök fyrir sínum atkvæðum en aumingjarnir 9 réttu bara glottandi upp hendur til að mótmæla. Ég hef aldrei fyrr á langri ævi orðið vitni að því að konur gætu haldið kjafti í 4 klst. samfleytt en þetta afrekuðu þær framsóknarkvensan Gunnfríður og Dagbjört frá Samfylkingu. Höfðu samt rænu á að mótmæla til að taka þátt í eineltinu,“ segir Hjörleifur í grein sinni þann 22. nóvember.

„Í þessu lóðarmáli hafði ég þó tvisvar áður talað fyrir fyrir lokuðum eyrum tveggja fyrrverandi bæjarstjóra, Sigrúnu Björk og Eiríki Birni. Þau voru ekki stórir bógar, enda óáreiðanleg. Það var líka táknrænt að klst. löng umræða um jafnréttismál fór fram eftir ágæta framsögu Sóleyjar Bjarkar um þau mál og allir 9 aumingjarnir ásamt hinum 2 samþykktu. Einnig er táknrænt að 2 dögum seinna var dagur eineltis á Íslandi. Þetta er ljót eineltissaga og sönn og til þess bærir menn segja mér að ég tapi 8-10 milljónum á verðmæti lóðarinnar miðað við að geta ekki verið þar með 4 litlar íbúðir. Og bæjarstjórn státar af slagorðinu, Akureyri öll lífsins gæði en meira um það seinna.“

Karlrembuleg ummæli

Sóley Björk svarar skrifum Hjörleifs í aðsendri grein sem birtist á vef Vikudags í gær. Yfirskrift greinarinnar er: Svar við dónaskap. Þar gagnrýnir hún Hjörleif harðlega.

„Svona skrif, að kalla fólk aumingja og öðrum uppnefnum, dæma sig sjálf og ég hugsa að karlrembuleg ummæli um hversu lengi konur geti eða geti ekki haldið kjafti séu lóð á vogarskálar okkar femínista um mikilvægi breytinga í samfélaginu frekar en að þjóna þeim tilgangi sem höfundur hefur líklega ímyndað sér að þau gerðu,“

segir Sóley.

Þá segir hún að Hjörleifur sýni þolendum eineltis vanvirðingu.

„Það að grenja upp að um einelti sé að ræða þegar Hjörleifur er, í ljósi fjárhagslegra hagsmuna, ósammála skipulagsráði og meirihluta bæjarstjórnar er auðvitað fyrir neðan allar hellur og fullkomin vanvirðing við hvern einasta þolanda eineltis.“

Hafa ber í huga að Sóley er önnur þeirra sem studdi tillögu Hjörleifs og segir hún að þó að hún og Hjörleifur deili ekki framtíðarsýn séu þau sammála um aðgerðir. Endar hún grein sína á að hvetja fólk til að standa ekki þegjandi hjá þegar verið er að koma illa fram við annað fólk.

„…og ég get ekki annað en fordæmt þau rætnu skrif sem birtust hér á þessum síðum gagnvart fólki sem ég veit að starfar af fullum heilindum við að bæta samfélagið sitt, jafnvel þó við séum oft ósammála um leiðirnar því markmiðið er það sama!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“