fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Eyjan

Húfulaus Danadrottning í ískaldri norðanátt

Egill Helgason
Laugardaginn 1. desember 2018 13:56

„Ég legg til að við gefum Margréti drottningu gott klapp fyrir að hafa haldið út í þessum kulda og roki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir undir lok setningar Fullveldishátíðarinnar við Stjórnarráðshúsið núna áðan.

Fáir staðir í Reykjavík henta líklega verr fyrir útihátíðir á þessum degi en einmitt Lækjargatan. Eftir henni stendur hinn kunnuglegi vindstrengur sem kemur yfir Esjuna í norðanátt, kaldur og ágengur.

Nú er komið í ljós að nýbyggingarnar nær höfninni veita lítið skjól fyrir þessari átt. Hún mun halda áfram að ríkja eins og hún hefur gert frá alda öðli.

Þetta var ljómandi hátíðleg athöfn á sinn hátt og ræður sem voru fluttar prýðilegar, en það var dálítið erfitt að láta ekki eftir sér að hlaupa í skjól.

Og eiginlega var maður farinn að hafa áhyggjur af drottningunni húfulausri í kuldanum. Við sjáum á myndinni hvað þeim er kalt, Margréti Þórhildi og Guðna Th.

Það var náttúrlega ekkert fjölmenni – kannski var þess aldrei von og sérstaklega ekki í slíkum kulda. Það gæti jafnvel verið að áhorfendurnir hafi verið færri en á þessum degi 1918.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Brynjar um sendiherradraum Gunnars Braga: „Hann er búinn að sækjast eftir þessu mjög lengi“

Brynjar um sendiherradraum Gunnars Braga: „Hann er búinn að sækjast eftir þessu mjög lengi“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“

Össur argur út í stjórnvöld: „Þetta er náttúrulega skandall!“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum
Frestur liðinn
Eyjan
Í gær

Gríðarlegar framkvæmdir ráðgerðar við nýjar stjórnarráðsbyggingar – úrslit hönnunarsamkeppni

Gríðarlegar framkvæmdir ráðgerðar við nýjar stjórnarráðsbyggingar – úrslit hönnunarsamkeppni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ögmundur efast um að leyniupptakan hafi átt erindi í fjölmiðla – „Engum hefur þetta gert gott“

Ögmundur efast um að leyniupptakan hafi átt erindi í fjölmiðla – „Engum hefur þetta gert gott“