fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Leiði Jóns Magnússonar fyrrverandi forsætisráðherra lagfært

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. nóvember 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin og skrifstofa Alþingis hafa ákveðið að leggja fé af mörkum til að heiðra minningu Jóns Magnússonar sem var forsætisráðherra þegar Ísland öðlaðist fullveldi 1. desember 1918. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Hefur Minjastofnun Íslands verið falið að lagfæra leiði og legstein Jóns Magnússonar í Hólavallagarði í samstarfi við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er ásigkomulag legsteinsins og leiðisins ekki gott. Áletruð plata á legsteininum var fjarlægð fyrir nokkru vegna þess að hún var farin að brotna og legsteinninn sjálfur er laskaður.

Legsteinn Jóns stendur við hlið legsteins Péturs biskups Péturssonar og eru þeir um flest nákvæmlega eins. Saman fara þar einhverjir íburðarmestu minnisvarðar í Hólavallagarði.

Þess má geta að í gær kom út bókin Hinir útvöldu: Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918 eftir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðing. Þar kemur Jón Magnússon mjög við sögu. Bókin er gefin út af Sögufélaginu í samstarfi við afmælisnefnd fullveldisins.

Meðal þekktra einstaklinga sem voru jarðaðir í Hólavallakirkjugarði má telja eftirfarandi:

  • Jón Sigurðsson, forseti Alþingis (1811-1879)
  • Benedikt Gröndal, skáld og fræðimaður
  • Hannes Hafstein, skáld og þingmaður
  • Indriði Einarsson, skáld og fræðimaður
  • Jón Magnússon, forsætisráðherra
  • Þorsteinn Erlingsson, skáld
  • sr. Bjarni Jónsson, Dómkirkjuprestur
  • Thor Jensen, athafnamaður
  • Sveinbjörn Egilsson, skáld og skólastjóri
  • Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan sem kjörin var á Alþingi og skólastýra
  • Bríet Bjarnhéðinsdóttir, baráttukona fyrir kvenréttindum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“