fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi komin út

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komin Landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi 2018-2022. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi  í morgun minnisblað um áætlunina um leið og hann afhenti ráðherrum fyrstu eintökin af áætluninni, samkvæmt tilkynningu.

Í þessari þriðju aðgerðaáætlun Íslands vegna ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi 2018-2022 er lögð áhersla á víðtæka samhæfingu og fræðslu þeirra aðila innanlands sem gegna lykilhlutverki varðandi öryggi kvenna hér á landi. Þar er meðal annars vísað til aðgerða í tengslum við konur í viðkvæmri stöðu, mansal, flóttakonur og umsækjendur um alþjóðlega vernd, auk aðgerða gegn kynbundnu- og kynferðislegu ofbeldi.

„Ísland var á meðal fyrstu ríkja heims til að setja sér framkvæmdaáætlun um hvernig unnið skyldi að framgangi ályktunar um konur, frið og öryggi. Í dag stígum við nýtt skref með þriðju áætlun Íslands um þetta knýjandi málefni. Nú horfum við inn á við með því að leggja áherslu á hag þeirra kvenna sem eru í hvað viðkvæmastri stöðu hérlendis, til dæmis konur sem þurfa alþjóðlega vernd og konur á flótta,“

segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

Unnið með víðtæku samráði

Þessi þriðja landsáætlun Íslands er unnin á grunni úttektar á annarri áætluninni og tilmælum UN Women frá 2015 um að ríki beindu sjónum inn á við í gerð næstu landsáætlana. Þetta er í samræmi við að eðli hugtakanna „friður“ og „öryggi“ hefur breyst úr því að eiga við um samfélög án vopnaðra átaka og ótta við ofbeldi, yfir í að mannréttindi allra séu virt og að lífsgæði séu ásættanleg. Víðtækt samráð var haft í þessari vinnu við sérfræðinga og ráðuneyti sem hlut eiga að máli og við aðra aðila sem málið varðar, þar á meðal frjáls félagasamtök.

Ísland setti sér sína fyrstu framkvæmdaáætlun á grunni ályktunar 1325 árið 2008 og brást þannig við kalli Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Nú tíu árum síðar hefur aðeins um þriðjungur aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, eða 74 ríki, gert slíka landsáætlun.

Ályktun 1325 var samþykkt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þann 30. október árið 2000 en með henni viðurkenndi ráðið í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar. Ályktanir ráðsins um konur, frið og öryggi eru nú orðnar níu talsins og vísar ályktun 1325 yfirleitt til þeirra í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus