fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Dagur hyggst sitja út kjörtímabilið – Kveinkar sér ekki undan gagnrýni um braggann: „Ráðhúsið eitt og sér voru 33 braggar í framúrkeyrslu“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. nóvember 2018 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, ætlar sér að sitja út kjörtímabilið. Þetta kemur fram í viðamiklu viðtali í Mannlífi. Dagur hefur sem kunnugt er glímt við erfiðan sjúkdóm, svokallaða fylgigigt og þurfti hann að taka sér veikindaleyfi þegar braggamálið stóð sem hæst og Dagur lá undir mikilli gagnrýni vegna þess. Hann gat ekki mætt í Kastljósið til að ræða málið við Vigdísi Hauksdóttur sökum flensu, en þess í stað mætti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem vissi lítið og gat engu svarað.

Aðspurður um pólitíska ábyrgð í málinu segir Dagur að ákveðið hafi verið að setja braggamálið til skoðunar, meðal annars vegna þess að spurt hafði verið ýmissa spurninga um það:

„Ég held að innri endurskoðun sé réttur aðili til að fara yfir það mál og fella dóma um það og ég ætla ekki að kveða upp dóma um það fyrr en þeirri skoðun er lokið.“

Dagur hefur verið orðaður við landsmálin lengi en segir í viðtalinu að hann ætli sér að sitja út kjörtímabilið. Borgarmálin séu langmest spennandi vettvangurinn í íslenskri pólitík og ótrúlega vanmetin varðandi mikilvægi. Aðspurður um hvort borgarstjóraembættið sé hans síðasta trúnaðarhlutverk fyrir Samfylkinguna svarar Dagur:

„Ég held að maður eigi bara að spara stór orð um einhverja fjarlæga framtíð. Þetta kjörtímabil er rétt að byrja, við erum í nýjum kraftmiklum meirihluta sem hefur ákveðið að takast á við mjög stór verkefni og á meðan svo er held ég að kröftum mínum sé hvergi varið betur en hér.“

Kveinkar sér ekki

Dagur segist ekki kveinka sér undan gagnrýni vegna braggamálsins:

„Mér finnst vondur bragur á upphlaupum út af stóru og smáu. Það er nánast sama hvað er, það eru notuð alveg gríðarlega stór orð. Ég kveinka mér ekki undan því þegar þeim er beint að mér, en mér finnst miklu verra þegar það er verið að hafa almennt verkafólk sem er að vinna hjá borginni að háði og spotti með því að birta myndir af því á Facebook og gera það að atlægi. Mér finnst þetta í raun vera að fara yfir einhver mörk sem við eigum ekki að venjast hér í borginni. Fólk sem er kjörnir fulltrúar og er komið í valdastöðu verður einfaldlega að sjá sóma sinn í því að umgangast það vald af hófsemi og virðingu fyrir öðru fólki,“

segir Dagur og vísar í þegar Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, birti mynd af borgarstarfsmanni vökva blómapott í rigningu.

Ekki meiri aur í braggann

Dagur segir einnig í viðtalinu að ekki muni fara meiri peningur í braggann, en framkvæmdum er ekki enn lokið:

„Braggafjárfestingunni er lokið og nú verður Háskólinn í Reykjavík leigusali og annast starfsemina þar. Við þurfum auðvitað að ljúka frágangi málsins við Háskólann í Reykjavík en hugsunin var að leigugreiðslur myndu standa undir þessari framkvæmd. Það er alveg ljóst og var ljóst síðastliðið sumar, að af því að framkvæmdin fór fram úr áætlun þá mun hluti þess lenda á Reykjavíkurborg og hluti þess á Háskólanum í Reykjavík. Þessari framkvæmd á að vera lokið.“

Dagur segir að framúrkeyrslan hafi orðið honum ljós þegar viðauki við fjárfestingaáætlun hafi verið lagður fram í sumar og hafi hann þá vakið athygli borgarráðs á málinu og kallað eftir skýringum. Hann segir meirihlutann hafa talað skýrt að það þurfi að fara yfir málið og komast til botns í því, kallað hafi verið eftir tillögum þess efnis hvernig bæta megi úr frá innri endurskoðun:

„Við vitum það að opinberar framkvæmdir og framkvæmdir á vegum einkaaðila hafa tilhneigingu til að fara fram úr og það er áhætta í því öllu og umgjörðin hjá okkur þarf að vera þannig að það sé dregið úr þeirri áhættu eins og nokkur kostur er.“

Dagur tekur síðan til við að benda á aðrar framkvæmdir sem farið hafa fram úr áætlunum, fyrir sína tíð. Nefnir hann Ráðhúsið og Perluna sem reist voru fyrir tilstuðlan Davíðs Oddssonar:

„Í samtímaheimildum sagði að Perlan hefði dugað til þess að byggja 27 leikskóla. Ráðhúsið eitt og sér voru 33 braggar í framúrkeyrslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna